Er rokkið dautt?
Ég kýs að svara þessari spurningu með annarri spurningu:
Hafa einhverntímann verið fleiri rokkhljómsveitir?
Ég er þreyttur á þessari ofmetnu gullöld, væli um að mín kynslóð standi sig ekki og annarri dellu. Því miður kemur sú della oft frá fólki sem tilheyra sömu kynslóð og ég.
Hverju breytti 68 kynslóðin? Breytti hún andskoti einhverju? Ég veit ekki betur en að þrátt fyrir kröftug fjöldamótmæli gegn Víetnam stríðinu, þá hafi BNA fyrst dregið sig endanlega úr því 1975.
Að auki urðu þessir hippar svo að foreldrum okkar, sem lítið annað hafa gert en að skíta en meira á þessa plánetu sem við búum á heldur en fyrri kynslóðir. Og svo lofar hún sig ofaníkaupið fyrir það að hafa verið byltingarmenn.
Fukking rugl. Ef einhver kynslóð stóð í umbyltingum þá var það sú kynslóð sem byggði heiminn upp aftur eftir seinni heimsstyrjöld. En nóg um pólitík.
Er rokkið dautt bara af því það er ekki psýkadelískt ofurpopp?
Nú fer ég ekki að neita því að ég dýrka sýrutónlist. Pink Floyd eru snillingar, David Gilmour brilljant gítarleikari, Roger Waters texta og lagasnillingur. Eric Clapton, BB King, Jimi Hendrix, Bítlarnir, The Who, ELP, Cream og The Kinks eru allt tónlistarmenn sem ég hlusta á. Þeirra snilld er óumdeilanleg.
Engu að síður þá er pönk byltinginn ekki síður merkileg og hefur haft tónlistaráhrif, sambærileg á við þessa upptöldu gaura. The Ramones, Sex Pistols, Clash, The Stranglers voru frábærir tónlistarmenn.
Hafði Hip Hop byltinginn ekki rosaleg áhrif líka. Umbylti hún ekki tónlist eins og blúsinn og djazz höfðu áður gert. Hmmm… Það má vera að rokk og hip hopp séu í dag mjög markaðsvæddir hlutir, en so fucking what.
System of a down eru fukking snillingar, Mars Volta líka. Og Mínus taka brimkló og þessa fukking stuðmenn í ósmurt rassgatið þegar kemur að góðum lagasmíðum.
Þessi tónlist er ofan í kaupið alveg gjörsamlega framandi og óskiljanleg fyrir foreldra mína. Á sama máta og afi botnaði ekkert í pabba og langafi skildi ekki Djazz.
Húrra fyrir Radiohead, Húrra fyrir Björk og Múm og Sigurrós.
Og hvað er fukking að fólki sem sífellt er að setja út á 80´s eða níunda áratuginn eins og hann heitir á góðri Íslensku. Það má vera að Prince sé ljótur og hommalegur. Það má vera að Michael Jackson sé kerling, a.m.k. drap hann sig ekki á dópi eins og Jim Morrison. Þó hefur Michael Jackson óneitanlega átt erfiðari ævi en nokkur sextíutals dóphaus.
En ég er ekki að segja einhver áratugur skari fram úr öðrum. Ég er bara að segja að það er enginn árans gullöld til.
Að auki þá er mesti tónlistarsnillingur allra tíma Mozart og hann kom hvergi nálægt hippunum. Beethoven var heyrnarlaus og samt brilljant. Og hvað með að gefa stórt klapp til Bach?
Svo fuck you 68 kynslóðin. Þú mótmæltir Víetnam og bombaðir svo Írak.