Korkurinn um reggie áhugamál vakti áhuga minn og þessvegna ákvað ég að koma með smá lýsingu á Reggie. njótið vel!

USA eða Jamaica?
Þrátt fyrir að reggie sé oft titluð sem tónlist frá Jamaica liggja ræturnar til New Orleans í USA. Á fyrri hluta síðustu aldar var leikin svokölluð Ska tónlist í New Orleans. Jamaica búar heyrðu þessa tónlist í langdrægum útvörpum og gerðu að sinni. Ska er hálfgert off-beat polka (hröð danstónlist).

Relax man!
Ska er hröð tónlist en allur þessi hraði gekk ekki lengi í hitanum á Jamaica þannig að hægt var á tónlistinni. Úr þessu varð Reggie (Reggea) tónlistarstíllinn, mun afslappaðari og svalari. Taktáhersla í reggie tónlist er á þriðja slagi í takttegundinni 4/4 í stað annars og fjórða slags eins og í hefðbundinni tónlist.

Ýmsar tegundir Reggie
Hægt er að skipta reggietónlist upp í eftirfarandi tegundir: Ska, Ragga, Dub, Lovers rock, DJ (eða rocksteady)

Frægustu reggietónlistarmenn sögunnar eru m.a. Bob Marley, UB40, Alton Ellis, Lee “scratchy” Perry, Sanchez, Gregory Isaacs, Shaggy ofl…

Ragga-
-…er stytting á orðinu raggamuffin sem er slangurorð ungmenna frá Kingston town í Jamaica. Ragga stíllinn er frábrugðinn hinum hefðbundna reggiestíl að því leyti að einungis er notast við rafmagnshljóðfæri, ódýrt var að koma sér upp slíkum hljóðfærum þannig að stíllinn varð vinsæll á 9. áratugnum. Þessi stíll varð vinsæll á dansstöðum og hafði áhrif á Jungle/drum&bass tónlist Bretlands.

ATH. rithættir: reggie, reggea, reggí, reggy