Af hverju eru alltaf allir að rífast yfir því sem aðrir eru að hlusta á? Nú sérstaklega hvort menn séu að hlusta á Korn eða ekki.

Margir rokkarar sem eru alltaf að segja hvað Nu-metal sé ömurlegt og að allir sem hlusta ekki á það sem þeir hlusta á séu fávitar.
Ég hlusta aðallega á rokk, mest Metallica, Iron Maiden, Guns ‘n Roses og fleira, en ég hlusta líka t.d. á Korn og Linkin Park og finnst þær bara mjög góðar.

Af hverju eru aðrir að pirrast yfir því sem að annað fólk hlustar á? Vegna þess að þeir vilja ekki hlusta á þetta eða finnst tónlistin léleg (eða bara ekki tónlist)?

Það er alltílagi að kurteisislega benda fólki á einhverjar hljómsveitir sem þér finnst góðar og líka að láta í ljós að þér finnist einhver umtöluð hljómsveit léleg, það er bara óþarfi að vera líka með einhvern dónaskap og reyna að pína einhvern til að hlusta á það sem þú hlustar á.

Dæmi 1:
“KORN ERU FKN ÖMURLEGIR LOL ÓGEÐSLEGU GAURAR MEIGA SJÚGA MIG HELVÍTIS LÉLEGA HLJÓMSVEIT EKKI FKN HLUSTA Á ÞETTA!!!!1!1!! HLUSTAÐU Á EIKKAÐ SKÁRRA MAR, EINS OG METALLICA AUMINGI LOL!!!”
Þetta er dæmi um það sem er asnalegt að segja.

Í staðin gætirðu bara rólega skrifað….
Dæmi 2:
“Að mínu mati er Korn ekkert hræðilega góð hljómsveit, sem ég kýs að hlusta ekki á. Má ég benda þér á Metallica, sem mér finnst vera nokkuð góð?”
Þetta myndi ekki skapa einhverja óvinsemd.

Sumir svara reyndar ókurteisislega hvort sem einhver skrifar eins og í dæmi eitt eða dæmi tvö.

Dæmi:
“HALTU KJAFTI LJÓTA LOL TÍK ÓGEÐ BARA KORN RÚLAR FKN OG METALLICA ERU LJÓTIR AUMINGJAR!!!!!!!11!! FARÐU BARA OG HLUSTAÐU Á BRITNEY EÐA EIKKAÐ FKN LOL!!!!”

Þá geturðu kurteisislega sagt þeim að halda kjafti og troða einhverju uppí rassinn.


Og annað: Corporate Sellout.
Af hverju verða menn svona móðgaðir þegar frægar/góðar hljómsveitir byrja að þéna mikla peninga?

Hljómsveitir byrja litlar og síðan eru þær góðu og heppnu sem að fá séns í plötusamning eða eitthvað og fara til stórfyrirtækja sem borga þeim mikinn pening, þá verða aðdáendur fúlir og móðgaðir…
Sumir segja jafnvel að þegar hljómsveitirnar eru komnar til svona stórfyrirtækja, þá sé þeim alveg sama um tónlistina og séu bara að reyna að græða peninga með því að búa til lög eftir einhverjum formúlum(?) sem eiga að selja.

Ég held að flestar hljómsveitir byrji vegna þess að:
1. Þeir hafa gaman af því að hlusta/spila/semja tónlist
2. Þeir geta grætt mikinn pening ef þeir eru góðir

Síðan, ef þeir eru góðir, eignast þeir aðdáendur sem hafa gaman af tónlistinni þeirra sem er náttúrulega gott.
Seinna, ef þeir eru góðir OG heppnir, fá þeir kannski samning hjá stórfyrirtæki og þá eru allir sármóðgaðir að þeir skuli dirfast vilja mikinn pening fyrir það sem þeir eru að gera.
Hjá stórfyrirtækjum eru hljómsveitir betur auglýstar og þær fá fleiri aðdáendur og þær þéna líka mikið fyrir tónlistina sína.. Ég sé bara ekkert að þessu…
Annars gæti ég verið að fara með einhverja vitleysu þarna, endilega leiðréttið mig ef þetta er eitthvað bull.

P.S.
Í sambandi við að leyfa öllum að hlusta á það sem þeir vilja og ekki dæma þá fyrir það, þá eru náttúrulega undantekningar. Þá sérstaklega þeir sem hlusta á Michael Jackson og Bubba Mortheins. Stoppum þetta fólk ;)
Kv.