Damien Rice
Hinn frábæri tónlistarmaður hann Damien Rice fæddist í byrjun áttunda áratugarins í útjaðri Dublin borgar, nánar til tekið Celbridge, County Kildare sem er einsskonar sveit. Hann eyddi mest allri bernsku hjá ánni Liffey þar sem hann var flestar sínar frístundir að veiða. Þar sat hann oft tímunum saman að reyna veiða eitthvað og var þá oft dreymandi dagdrauma, hugsa og lifa í sínum eigin heimi.
Svo seinna meir þegar hann var orðinn eldri byrjaði hann að semja lög og mála mikið sem gaf honum innblástur í að stofna hljómsveit (Þess má geta að hann hefur svo verið að fikta mikið við að mála myndir núna en m.a. eru myndirnar sem eru á “O” plötunni og EP plötunum hans allar myndir sem hann hefur gert).
Þá stofnaði hann hljómsveit sem fékk nafnið Juniper sem spilaði nokkursskonar indie pop-rokk. Þeir gerðu stóran plötusamning við Polygram árið 1997 og gáfu þeir út plöturnar “The World Is Dead” og “Weatherman”. Þær plötur urðu nokkuð vinsælar í írska útvarpinu en þrátt fyrir það var ekki allt í góðu. Plöturfyrirtækið setti alltaf meiri og meiri pressu á Damien að semja fleiri lög og eina nóttina reyndi hann eins og hann gat í örvæntingu sinni að semja einhver lög. Ekki gekk það vel en þrátt fyrir það þá náði hann að gera uppkast að einu lagi sem seinna varð lagið Amie.
Hann hætti þá í hljómsveitinni en restin af henni tók þá upp nafnið Bell X1.
Árið 1999 tók hann svo stefnuna upp í fjöllin í Tuscany á Ítalíu og bjó þar ásamt því að vera flakkandi um Evrópuna. Innan árs flutti hann síðan aftur til Dublin uppfullur af hugmyndum og fór að einbeita sér eingöngu að tónlistinni. Hann fór þá að safna pening til að búa til demó og senti það svo til framleiðandans David Arnold sem hefur meðal annars unnið með Björk. David leist mjög vel á demóið sem Damien hafði látið hann fá og hann styrkti hann þá til að fá sitt eigið stúdíó. Þar fór Damien að vinna að sinni fyrstu plötu.
Í september árið 2001 gaf Damien Rice út sitt fyrsta lag en það kom út þá á Írlandi og bar lagið heitið “The Blowers Daughter”. Skaust það beint uppá topp 20 vinsældarlista í Bretlandi og lofaði það mjög góðu.
Þann 1. febrúar árið 2002 gaf hann svo loks út sína fyrstu og einu breiðskífu til þessa, “O”. Var henni lýst sem mjög tilfinningarríkri og ævintýralegri plötu af gagnrýnendum.
Þá var lagt stað í 6 vikna tónleikarferðalag um Írland og leiddi þar svo á eftir tónleikar í Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Frakklandi.
Damien var svo fljótt tilnefndur til Írsku tónlistarverðlaunana og “BBC Hot Press Rock Awards” fyrir plötuna sína. Núna er “O” orðin að platínu plötu á Írlandi og er hann búinn að halda tónleika víðsvegar um heiminn síðan hann gaf hana út. Þar á meðal hefur hann komið tvisvar hingað til lands en í fyrra skiptið var það þann 19. mars 2004 og svo seinna skiptið þann 23. september sama ár. Báðir tónleikarnir voru haldnir á Nasa og fór ég á seinni tónleikana en það voru tónleikar sem ég mun aldrei nokkurn tímann gleyma…frábær upplifun.
Búist er við að hann gefi út sína aðra breiðskífu síðar á árinu en það gæti verið að henni seinki eitthvað þar sem hann hefur ákveðið að drífa sig ekkert með hana. Svo er hann búinn að lofa að koma aftur, og þá með allt bandið. Maður bíður bara spenntur eftir því :)
Afsakið allar stafsetningarvillur ef einhverjar eru og ég vona að þið hafið notið þessara greinar :)
Heimildir :
http://www.allmusic.com
http://www.damienrice.co.uk