hi
Er þetta það sem Hugi.is stendur fyrir?
Þannig vildi til að undirritaður var á forsíðu þessarar ágætu síðu rétt áðan. Hann klikkaði á grein sem var undir dálknum “spurt og svarað”. Þar rak hann augun í grein þar sem greinarhöfundur var að leitast eftir að niðurhala tónlist af veraldarvefnum. Í svörum greinarinnar fékk greinarhöfundur svar við spurningu sinni, þar sem bent var á síðu þar sem hægt er að nálgast forrit sem þjónar þeim tilgangi að miðla tónlist og öðrum gögnum/skrám á veraldarvefnum. Nú spyr undirritaður, burt séð frá því hvort þetta sé ólöglegt eður ei, er þetta það sem Hugi.is stendur fyrir? Og undirritaður spyr ennfremur, þar sem langt er síðan hann skrifaði hér á Huga: þarf enginn að samþykkja þessar greinar á spurt og svarað áður en þær eru birtar?