Í gær skildi ég ekki hvað átti sér stað í útvarpinu mínu.
Afhverju var engin útsending frá þeim stöðvum sem ég vanalega hlusta á.
Á X-inu var ekkert nema þögnin.
Jæja, ég skipti þá bara yfir á skonrokk, eins og alltaf þegar það er leiðinlegt lag.
Skonrokkið var dautt.
Og ekkert svar frá Radíó Reykjavík.
Radíó Reykjavík sem hafði haldið mér á lífi með góðri músík í nærri öllum sumarvinnum mínum.
Ég á eftir að sakna Freysa.
En fyrst og fremst á ég eftir að sakna þess að hlusta á útvarp í bílnum mínum á leiðinn frá punkt A til punkt B.
Þetta er áfall, þetta er dagurinn sem tónlistin dó. (Íslenska útgáfan)
En ég vona að úr þessari öskustó rokkstöðvanna rísi upp einhver öflug rokkstöð.
Ég kenni Skonrokki um fall Radíósins. Ef Radíó Reykjavík hefði verið eitt þá hefðu allir rokkunnendur hlustað á þá stöð og þar með hefði markhópurinn verið nógu stór til að auglýsingatekjurnar hefðu borgað reksturinn. Ég verð þó að segja að útvarpsgaurarnir voru leiðinlegir á Radíó Reykjavík, og playlistarnir voru ekki alveg nógu góðir á tíðum, þeir hefðu mátt skera niður hvaða lög kæmust í spilun.
Aftur á móti fannst mér Skonrokk ekki vera með nógu gott lagaúrval, en þó betri útvarpsmenn. Fínn íþróttaþáttur, Orri var bara ágætis tónlistar besservisser og svo er náttúrulega Tvíhöfði snilld. Þótt hann sé að leggja upp laupanna.
Ég veit ekki hvað var X-inu að falli. Sennilega bara of mikið af slöppum sveitum í spilun. Þeir hefðu mátt að mínu mati vera með meira hip hopp og teknó og bara hreinlega reynt að höfða til allra þeirra sem leiðist popp, þjóðmálaumræðu þættir og Bylgjan.
Vonandi verður þetta stutt þögn hjá útvarpinu mínu. Ég bara nenni ekki að setja upp geislaspilara og að auki þá er skemmtilegra að flakka á milli stöðva og tékka á hvar bestu lögin eru í spilun.