Sæl kæru hugarar!
Það var einhver korkur á forsíðunni um Keane sem kom mér til að skrifa þessa grein og segja aðeins frá þessari frábæru hljómveit.
Ég uppgötvaði Keane fyrst fyrir nokkrum mánuðum, en þeir hafa verið að spila saman síðan árið 1997. Þeir eru samt fyrst að koma fram í sviðsljósið núna og eftir að þeir gáfu út smáskífuna Somewhere Only We Know hefur frægðarsól þeirra farið hækkandi.
Svo kom smáskífan Everybody’s Changing og henni fylgdi fast á eftir breiðskífan Hopes & Fears, en eitt slíkt eintak er einmitt í minni eigu.
Svo kom að Icelandic Airwaves og Keane komu til landsins og spiluðu. Því miður komst ekki inn á tónleikana, enda ekki orðin 18 eða 21 eða hvað það var nú sem maður þurfti að vera gamall. Mér skilst samt að þeir hafi staðið sig frábærlega enda kom ekkert annað til greina þegar slík snilldarhljómsveit á í hlut.
En þeir félagar eru með svolítið sérstaka uppröðun. Einu hljóðfærin eru píanó og trommur. Það er Tim Rice-Oxley sem spilar á píanóið og Richard Hughes sem situr við trommusettið og svo síðast en ekki síst, söngvarinn Tom Chaplin.
Ég er allavega að fíla þessa hljómsveit í botn og bíð spennt eftir næsta disk frá þeim!