
Bubbi var mikill lestrarhestur og honum gekk vel í skólanum til að byrja með en þegar hann átti að byrja að skrifa þá kom allt vitlaust á blaðið og honum fór að líða ílla í skólanum og hann fór að verða hræddur að mæta í skólann.
Bubbi byrjaði ungur að hlusta á tónlist og spila á gítar. Einnig fór hann snemmma að búa til texta og semja lög. Hann fór snemma að reykja og þegar hann hætti í grunnskólanum þá fór hann að reykja hass og var með skipurlögð slagsmál á skólaböllum.
Eftir skólann fór hann að vinna í verðbúðum hér og þar á landinu og þar kynntist hann mikið að litríkum karakterum. Hann fór á sjóinn en þar var hann alltaf sjóveikur og var álitinn kerling af sjómönnum.
En tónlistaráhugi hans var alltaf til staðar og hann byrjaði að spila sem trúbador. Síðan stofnaði hann rokkhljómsveitina Utangarðsmenn og fór með hana um allt land. Þeim var mismunandi tekið. Bubbi var einnig í mörgum öðrum hljómsveitum sem flestar náðu miklum vinsældum og Bubbi varð “heimsfrægur” á Íslandi.