Bubbi Morthens fæddist þann 6.júní 1956. Móðir hans var dönsk og var góð kona en pabbi hans var drykkfeldur. Bubbi segir frá æskuárum sínum í vogakverfinu þegar hann var mikill grallari. Þar voru strákarnir að berjast með prikum og slóust grimmt og var Bubbi mikill slagsmálahundur. Í þessum bardögum meiddust menn og einn strákur missti meira að segja auga. Í einum af þessum bardögum rotaðais Bubbi og þegar hann vaknaði þá var bróðir hans kallaður til og hann trompaðist og hræddi alla og lamdi alltaf einhvern úr hópnum hressilega til að hefna fyrir Bubba.
Bubbi var mikill lestrarhestur og honum gekk vel í skólanum til að byrja með en þegar hann átti að byrja að skrifa þá kom allt vitlaust á blaðið og honum fór að líða ílla í skólanum og hann fór að verða hræddur að mæta í skólann.
Bubbi byrjaði ungur að hlusta á tónlist og spila á gítar. Einnig fór hann snemmma að búa til texta og semja lög. Hann fór snemma að reykja og þegar hann hætti í grunnskólanum þá fór hann að reykja hass og var með skipurlögð slagsmál á skólaböllum.
Eftir skólann fór hann að vinna í verðbúðum hér og þar á landinu og þar kynntist hann mikið að litríkum karakterum. Hann fór á sjóinn en þar var hann alltaf sjóveikur og var álitinn kerling af sjómönnum.
En tónlistaráhugi hans var alltaf til staðar og hann byrjaði að spila sem trúbador. Síðan stofnaði hann rokkhljómsveitina Utangarðsmenn og fór með hana um allt land. Þeim var mismunandi tekið. Bubbi var einnig í mörgum öðrum hljómsveitum sem flestar náðu miklum vinsældum og Bubbi varð “heimsfrægur” á Íslandi.