Um dagin kom grein sem hét 10 áhrifamestu hljómsveitirnar. Ég sendi núna hluta af svari mínu við þá grein ásamt viðbót. Þetta er minn listi yfir 30 áhrifamestu sveitir heims á 20.öld. Ég vil benda fólki á að þetta er ekki gæða listi heldur listi yfir áhrifamestu tónlistarmennina, þá sem mótuðu tónlist eins og hún er í dag.

Bítlarnir eru tvímælalaust einna áhrifamestir. ekki af því að þeir voru frumlegir, þeir fundu til dæmis ekki upp á sýrurokkið, en þeir gerðu það vinsælt.

Ég ætla að halda mig við 20.öldina. Annars væri Bach tvímælalaust áhrifamesti tónlistarmaður veraldarsögunnar af því að hann fann upp það tóntegundakerfi sem við notum í dag. Fyrir hans tíma var einungis einn tónstigi. Hann átti þátt í því að koma á framfæri Píanóinu og bjó til hugtökin dúr og moll.

1.Bítlarnir komu sýrurokki á framfæri og komu af stað bylgju í tilraunastarfsemi innan tónlistarinnar.

2.Elvis Presley. Eflaust mætti halda fram að Chuck berry eða Buddy holly ættu frekar heima þarna, en eitt er víst. Inn á þessum lista eiga heima einhverjir af frumkvöðlum blúsrokksins. Ef þeir hefðu ekki verið þá væri nútímatónlist án efa mun minna rokkuð og þeim mun meira djössuð.

3.Kraftwerk. Afhverju er ég að minnast á þessa þýsku hljómborðsnörda? Nú þeir voru menntaðir í klassískum tónsmíðum og fluttu tilraunakennda músík sem var kennd við Flúxus listastefnuna. Það er ótrúlegt að þeir skyldu hafa orðið vinsælir. Áhersla þeirra á einfalda takta og hljóðsköpun varð fyrirmynd margra framúrstefnu hljómsveita sem síðar urðu að: Raftónlist. Einnig mótuðu þeir mjög svo pönkið. (Pönkarar fíluðu þá). Fyrstu Hip hoppararnir notuðu takta hjá þeim, og þeir mótuðu þá stefnu sem mörg bönd í 80 talinu tóku upp.

4.Velvet underground. Lou Reed er fyrsti söngvarinn sem lagði mikla áherslu á djúpa texta. Hann hafði áhrif á marga samtímamenn og framtíðarmenn. Hljómur þeirra mótaði Pönk og raftónlistarmenn síðar meir, en fyrst og fremst þá tel ég þá vera mikilvæga upp á texta í nútíma rokk tónlist.

5.Bob Dylan. Áhrif hans á aðra listamenn eru mikil bæði hvað varðar lagasmíðar og texta. Allir Trúbadorar í dag, eða a.m.k. 99% þeirra fíla eða dýrka Bob Dylan. Áhrif hans á lagasmíðar Jimi Hendrix og Bítlanna duga ein og sér til að koma honum inn á þennan lista.

6.Ég hef ekki mikið vit á Hip Hopp. Að uppástungu annars hugara, aquemini, hef ég ákveðið að setja Afrika Baambataa inn á þennan lista sem einn fyrsta Dj inn. Einnig fyrsti ekki hvíti inn á listanum.

7.Sex Pistols. Hegðun þeirra og fatastíll hafði mikil áhrif. Þeir sköpuðu nánast allt pönkið.

8.Korn. Þeir hafa haft mikil áhrif á nútímarokksmíðar. Ekki vafi á því.

9.Prodigy. Þeir eiga skilið að vera hérna fyrir áhrif á danstónlist.

10.Michael Jackson. Hann var fyrsti til að hafa söguþráð í músíkmyndböndum. Allt popp í dag stælir dansanna hans, takta og lagasmíðar.

11.New kids on the block. Fyrsta boybandið. Boybönd eru komin til að vera, þau eru leiðinleg en margir tónlistarmenn vinna við að semja efni fyrir þau. Mennirnir sem fundu upp New kids on the block umbyltu tónlistar og þá aðallega poppheiminum.

12.Johnny Cash. Ég hef hlustað mikið á hann upp á síðkastið. Hann er einn af frumkvöðlum rokksins og hefur haft mikil áhrif á trúbadora, rokkara, kántrýtónlist og gospeltónlist.

13.Lois Armstrong. Annar svertinginn inn á listanum, átti þátt í að gera Djazzinn poppaðri. Ruddi brautina fyrir aðra svertingja í bransanum.

14.Burt Bacharach. Samdi svo mikið af lögum fyrir ýmsa listamenn sem urðu vinsæl að hann verður að vera inn á. Hver hefur ekki sungið með í Raindrops keep falling on my head?

15.Led zeppelin. Þessir rokkarar urðu fyrirmynd fyrir marga aðra rokkara ekki spurning. Stairway to heaven er eitt áhrifamesta lag allra tíma án vafa, en gítar spil Jimmy Page hefur átt þátt í að móta aðrar rokksveitir.

16.Rolling Stones. Þeir eiga kannski heima ofar á listanum, kannski neðar, kannski ekki inn á listanum. Rolling Stones hafa verið svo vinsælir og verið svo lengi að, að mér finnst ég ekki geta sleppt þeim.

17.Nirvana. Í dag er ekki þverfótað fyrir sveitum sem stæla lagasmíðar Kurt Cobains, það má deila um hversu merkur hann var en hér vil ég setja hann. Nevermind er kannski áhrifamesta plata 10. áratugarins.

18.Beach Boys. Forverar boy bandanna. Lagasmíðar Brian Wilsons á pet shop sounds er forveri þess sem kom síðar, aukinnar tilraunamennsku. Það er auðvelt að vanmeta þá, en kannski er þetta ofmat.

19.David Bowie. Ég er Bowie aðdáandi og því ekki mjög hlutlaus. En hvað með það, maðurinn átti þátt í að skapa glysrokkið, hann gerði með Lou Reed Transformer sem er ein áhrifamesta plata allra tíma, hann bjó til Ziggy Stardust sem er fyrsta dæmið sem ég veit um tilbúna persónu í popprokkheiminum.

20.The Supremes. Ein frægasta stúlknasveit allra tíma. Forveri sveita á borð við Spice girls og Nylon.

21.Metallica. Auðvitað, vinsælasta metalsveit allra tíma. Hversu margir hafa stælt þá? Ég veit ekki töluna en hún er örugglega yfir 1000.

22.Black Sabbath. Þeir áttu mikinn þátt í að skapa Goth rockið. Sumir tónlistargúrúar sem ég hef spjallað við eru á því að án þeirra hafi ekkert Goth orðið til. Þeir játuðu þetta með semingi því þeir fíluðu ekki sveitina. Það bendir til að þeir hafi rétt fyrir sér.

23.The Cure. Áfram með Goth rock. The Cure áttu stóran þátt í að skapa Goth undir menninguna.

24.Jimi Hendrix. Mér finnst hann ofmetin. Margir eru ósammála. Áhrif hans eru án vafa mjög mikil.

25.Queen. Margir vilja eflaust hafa þá ofar. Ég er satt best að segja ekki alveg frá því. Ég var hálf partinn búinn að gleyma þeim. Á sínum tíma var stíll þeirra einstakur, og er það kannski en í dag.

26.Miles Davis. Þeir sem hlusta á djazz eru vonandi sammála mér. Jazz heimurinn er lítill í dag í samanburði við popp og rock heiminn, en engu að síður á hann Davis skilið pláss hér.

27.Jerry Lee Lewis. Einn af frumkvöðlum rokksins, fyrsti “vondi strákurinn”. Sá fyrsti sem tengdi satan við rock og fannst það töff.

28.Madonna. Áhrif hennar á poppið eru mjög mikil. Væru poppstjörnur í dag jafn miklar kynverur ef hennar hefði ekki notið við.

29.Roy Orbison. Einn annar frumkvöðull. Gerði rokkið sitt tilfinningafullt og tregakennt.

30.Pixies. Voru fyrirmynd sveita á borð við Nirvana. Ég vildi annaðhvort setja þá inn eða Sonic youth. Ég velti Sugarcubes líka fyrir mér, en fann ekki næg rök fyrir því.



Endilega gagnrýnið mig. Inn á þessum lista, eru engir kínverjar, japanir eða indverjar og þó eru framleidd ógrynni af músík í þeirra löndum. Konur eru ekki margar inn á listanum. Bara eitt kvennaband og bara ein kona. Mjög fáir frá því fyrir 50. Hvaða sveitum gleymdi ég? Hvaða sveitir ofmat ég eða vanmat?

Ættu þeir að vera inn á listanum:
Eric Clapton? Robert Johnson? Ultravox? The Alan Parsons Project? The Smiths?

Ég vona að einhver hafi nennt að lesa þetta allt.