Ég var að pæla að senda þetta á rokk, en mér finnst þetta betur passa við kjarnaáhugamálið þar sem þessi tónlistarmaður sem ég ræði um gæti vel höfðað til allra, :D
Hvar á ég að byrja… Damien Rice gerði sér lítið fyrir og heimsótti Ísland í fríinu sínu og ákvað að henda inn einu giggi í leiðinni, what a guy! allavega, hann féllst einnig á það að halda smá mini-gigg í hádegishléinu í Fjölbrautarskólanum við Ármúla, sem vill svo skemmtilega til að sé skólinn minn, tók hann smá set fyrir skólann og “nokkra” aðra sem vissu af. Eftir þetta mini-gigg fór hann ekki neitt, nei nei hann var þarna eftir í svona klukkutíma talandi við alla og svona svona… áritaði jakkann minn og alles eftir að ég þakkaði honum fyrir yndislegt gigg.
Enn eins og ég segi þá spilaði hann um kvöldið á Nasa fyrir stappfullu húsi. folksy-stelpan Lára byrjaði þetta með ágætis frammistöðu, fannst gaman af. Enn þegar sjálfur kallinn steig á svið gleymdist allt annað, hve mér var orðið illt í fótunum, þreyttur, þrátt fyrir að giggið hans var eiginlega ekki einu sinni byrjað… ég vil taka það fram áður enn ég fer útí sjálft showið hans að ég fílaði plötuna hans ekkert neitt rosalega þegar ég heyrði hana fyrst, hún var fín, en ekkert sem ég minntist á og mældi með. Öll lögin samt af plötunni (líkt og öll önnur lög þetta kvöldið) hljómuðu svoleiðis 8,5 sinnum betur læf.
Hann byrjaði strax og hann steig á svið og hélt því eiginlega út showið að hætta aldrei flowinu þrátt fyrir geðshræringuna í áhorfendum. Renndi í gegnum líklegast alla plötuna ‘O’ í bland við b-hliðarlög að ég held (er enginn sérfræðingur í kallinum). Það var alveg rosalegt hvernig hann gat fengið mann til að fljóta í annan heim þegar hann byrjaði að notafæra sér tæki sem tók upp lúppur á staðnum, sem endurtóku sig á meðan spilað var eitthvað annað yfir þær, stundum var hann kominn með 3-4 lúppur í gang á sama tími og byrjaði bara að djamma yfir það. Hann lét fólki ekki leiðast, langt í frá, tók afmælisönginn á íslensku (tileinkað eitthverri Hjördísi), djammaði sig inní ‘Hallelujah’ (Buckley), ‘Babe, I’m Gonna Leave You' (Zeppelin)… tók smá refrence á ‘Creep’ (Radiohead) í einu laginu, aldrei fannst mér hann missa stuðið.
Þegar fór að síða á endan og var kominn langt inní encore-ið tók hann lag sem heitir ‘Cheers, Darling’ og opnaði vínflösku á sviði með söngkonunni sem með honum var, fólk úr áhofendum gaf þeim sígarettu. Reyktu þau og drukku meðan djammað var, aldrei eitt augnablik af óhamingju. Í heildina litið verð ég að segja þetta bestu tónleika sem ég hef nokkur tíman farið á og Damien er einn sá flottasti entertainer/performer sem sögur fara af. Ég er ekki a ýkja hér, ég virkilega tel þetta bestu… bestu tónleika sem haldnir hafa verið ef ekki bara á þessu ári, þá yfir allt á íslandi.
Takk fyri