Ég fékk æði fyrir hljómsveitinni Blood hound gang þegar ég fékk diskinn One fierce beer coaster í jólagjöf frá vini mínum. Á þeim tíma vissi ég ekkert um þá. Ég gersamlega nauðgaði þeim disk þar til næsti diskur kom út Hooray for boobies. Ég komst að , ég píndi líka vini mína til að hlusta á þá og hlusta vel eftir textunum. Þeir urðu líka hugfangnir af þessari snilldar hljómsveit sem virtist aldrey mistakast í snilldar textasmíð sem einkenndist af svörtum húmor.
Þegar þeir komu til landsins fórum við félagarnir náttúrulega og skemmtum okkur vel. Einn félagi minn , sem var ennþá meiri aðdáandi hljómsveitarinnar og hafði dáð þá löngu áður en ég kynntist þeim, var tekinn upp á svið og látin gera einhverja hundakúnst. Hann átti að horfa upp. Á meðan stungu þeir í hljómsveitinni garðslöngu inn á buxurnar hans að framan. Það var svo trekt sem var á hinum endanum. Hann átti svo að láta krónu rúlla af nefinu og ofaní trektina. Hann af miklum áhuga setur krónuna á nefið og einbeitir sér að verkefninu, hann vildi jú standa sig vel enda voru allir vinir hans sem og hljómsveitin sem hann elskaði að horfa. En viti menn þá taka Blood hound gang menn líter af mjólk og hella í trektina. Vinur minn verður allur blautur í klofinu eins og hann hefði migið á sig. Hann trompast og ræðst á aðalsöngvaran (Jimmy Pop) og slær hann all harkalega í smettið. Þá kom öryggisgæslan og tók félaga minn í gegn og fleigðu honum niður. Þá kom bassaleikari hljómsveitarinnar og gerði nokkuð sem ég vissi hreinlega ekki að væri hægt. Hann tók í nærbuxurnar á vini mínum þar sem hann lá á maganum, lyfti honum upp á þeim þar til félagi minn stóð í lappirnar og þá setti hann nærbuxurnar yfir höfuðið á honum, gestum á tónleikunum og vinum hans til mikillar ánægju. Vá en sú snilld , þeir tóku mesta aðdáanda þeirra á Íslandi og gersamlega tóku hann í rassgatið. Honum var síðan hent út af öryggisgæslu við mikinn fögnuð.
En að öðru þá langaði mig aðeins til að segja frá fyrstu plötunni þeirra sem heitir Use your fingers. Tónlistin á þeim einkenndist meira af hip hop. Þeir voru hálfgerðir rapparar.
Þar var fyrsta lagið á diskinum We are the knuckleheads. Mjög gott lag þar sem þeir syngja af miklum krafti og hæpa (klára setningar hvors annars saman).
Næsta lag er Legend in my spare time. Þetta lag er alger snilld. Þeir syngja um það hvernig það sé að vera þeir og að vera frægir.
Þriðja lagið á disknum heitir Mama say. Í þessu lagi eru þeir að syngja um það hvað þeir séu miklir pimpar og að þeir bleiti upp í nærbuxum kvenna. Ein góð lína úr laginu :,, hell no I'm no the guy from the beasty boys!“ Hann var víst alltaf að lenda í því að fólk var að rugla þeim saman
Fjórða lagið heitir Kids in America. Þar eru þeir með gestasöngvara, hljómar mjög eins og gamalt rokklag. Ekkert allt of hrifinn af þessu lagi. Hljómar ekki eins og neitt sem Blood hound gang hefur gefið frá sér.
Fimmta lagið á disknum heitir One way. Topp lag þar sem þeir syngja bara almennt um það sem er að gerast hjá þeim. Góð lína úr laginu: ,,come on now little girlie I've got your candy in my pocket” . Viðlagið er: ,,One way or another I'm gonna get ya , get ya, get ya.“
Sjötta lagið heitir Go down. Þetta er eitt besta lagið af diskinum. Þeir eru að syngja um að fara niður á hinar og þessar stelpur. Lína úr laginu: ,,Got to second base with ou mom and your sister”
Áttunda lagið heitir No rest for the wicked. Góð lína úr laginu : ,,Rise to the occation in my pants“
Níunda lagið er best að mínu mati. Það heitir She ain't got no legs. Þar syngja þeir um kærustu sem er ekki með lappir. Hann segist elska hana. Það kemur fram í laginu að hún hafi farið frá honum. Góðar línur úr laginu: ,,Spin you around, turn you upside down just to hold my beer” og ,,Nothing beats a pair of legs but baby the day you walked out of my life, there is nothing I wanted more than for you to come crawling back to me“
Tíunda lagið heitir Coo coo ca choo.Mjög gott lag syngja mikið um homma í þessu lagi
Ellefta lagið er tær snilld. Það heitir Rang dang. Lagið er um það þegar Jimmy nær að plata konu út í að ríða honum svo er hann allt í einu kominn ofan á. Heh snilldar karlremba í þessu lagi. Lína úr laginu: ,, You might say no , but I hope you mean maybe.”
12. og síðasta lagið er K.I.D.S incorporaed, þar eru þeir að gera grín að breskum rónum sem verða frægir rokkarar.
Mæli með að tékka á þessum disk og ég vona að þetta hafi kveikt einhvern áhuga.