Já ég skellti mér á Korn tónleikanna í gær (30. Maí) og skemmti mér mjög vel, enda er ég gamall Korn aðdáandi og er það ennþá. Ég mætti á svæðið klukkan átta og þá var ennþá röð lengst út fyrir höllina en hún gekk samt hratt fyrir sig. Þegar ég kom inn voru Fantomas að hita upp og þeir voru fínir. Ég heyrði fólk bara tala illa um Fantomas en mér fannst þeir fínir og ég held að íslendingar hafi náð botninum þegar allir öskruðu: “We want Korn” þegar Fantomas voru að spila! Það er bara hallærislegt og barnalegt. Jæja, eftir að Fantomas hættu byrjuðu rótararnir að stilla hljóðfærunum upp. Þegar einn rótarinn kom með míkrófóninn hans Jonathan Davis, sem var vafin allur í rauðri ábreiðu, byrjuðu allir að vera spenntir og byrjuðu að öskra. Síðan voru gítararnir stilltir og trommunum raðað upp. Það er eitt sem eyðileggur alla tónleika hérna á Íslandi og það eru íslendingarnir sjálfir sem troða sér fremst og ýta og sumt fólk dettur nærrum því vegna frekju annarra. Íslendingar kunna ekki að vera á tónleikum.
Eftir einhverja bið voru ljósin slökkt…Allir urðu brjálaðir og ég var einhvers staðar þarna nálægt sviðinu og síðan komu þeir upp á svið og byrjuðu á Right Now og allt varð brjálað. Ég þurfti alltaf að ýta einhverjum 14 ára síðhærðum guttum í burtu því þeir voru slammandi fyrir framan mig og ég vildi ekki verða skallaður! Korn tóku flest öll góðu lögin sín og þegar tónleikarnir voru hálfnaðir var maður kominn aftast því maður gat ekki verið þarna fremst í hitanum og svitanum! Jonathan Davis kom líka upp á svið með sekkjapípur og tók Shoots and ladders og vá það var flott. Korn tóku líka endan af laginu One með Metallica og það var ágætt. Fagnaðarlætin urðu gífurleg þegar þeir tóku Blind. Þeir voru síðan klappaðir upp og ég hélt að þeir myndu ekki koma aftur en allt í einu heyrði ég “Yall wanna single say fuck that fuck that fuck that” og það var eitt af hápunktum tónleikanna.
Annars voru þetta bara frábærir tónleikar og djöfulsins gæsahúðir fékk ég þegar þeir tóku gömlu góðu lögin eins og Shoots and ladders og Faget og sérstaklega í Blind. Bara að sjá að sjá þá alla í real life var geðveikt upplifun og þetta voru einir af bestu tónleikum sem ég hef farið á og þeir hafa verið þónokkrir.
Takk fyrir
kv. Roadrunne