Sorry að ég hef ekki náð að svara ykkur, ég hef ekki getað komist í tölvuna í smá tíma, en ég skal gera mitt besta að svara nokkrum kommentum..
————————————– ———-
Hoze
-Nekt er ekki klám-
Svar:
Það er á gráu svæði hvað kallst klám og hvað kallast erótík, mér finnst t.d. ljósbláu myndirnar á sýn ekki vera neitt klám, frekar sorglegar myndir sem ætti að banna, eins og öll þessi “tónlistar”-myndbönd. Þannig það er rétt, nekt er ekki klám.
———————————————–
cablegram
-Þess vegna á bara að sleppa því að kveikja á popptíví/mtv. Bara horfa á annað í sjónvarpinu eða hlusta á tónlist í útvarpinu eða sem þú átt í tölvunni eða á geisladiskum.
Veldu sjálfur hvað þú vilt hlusta á ekki láta sjónvarpið stjórna þér!!-
Svar:
Ég er mikill áhugamaður um tónlist og hvar á ég að finna mér góða tónlist ef ég get ekki gert það í sjónvarpinu? Útvarpstöðvarnar eru svo mikil hörmung því þar verður maður að hlusta á lögin með engum sætum fyrirsætum að fækka fötum og það er hörmulegt og yfirleitt er það allt á FM 95-7. Ég kemst ekki í tölvu til að dowloda þessu og því eina ráðið mitt að kaupa geisladiska!
—————————————– ——–
Dullahan
-Ég fíla nú heldur ekki tónlistina á popp tíví en hugsaðu þér…fullt af fáklæddum gellum allan daginn þar…fróaðu þér bara helvítis geldingurinn þinn ! :D-
Svar:
Ég hef bara mjög lítinn áhuga á því :D
———————————————–
hlynur4
-Því það nenna voða fáir að horfa á tónlistarmyndbönd. Ert þú mikið að pæla í því hvernig myndbandið við uppáhaldslagið þitt væri? Nei hélt ekki. Annars er ég sammála snowler í þessu.-
Svar:
Ég spái oft hvernig myndbandið við uppáhaldslagið mitt er, það eru nokkrar hljómsveitir duglegar að gera flott myndbönd, t.d. eins og Coldplay(man ekki hvað það hét… þegar allt er sýnt afturábak). Tónlistarmyndbönd geta verið mikilvæg og strippið virðist selja meira en önnur myndbönd.. samt leiðinlegt að tónlistin þarf að gjalda fyrir :(
————————————————-
skuggi85
Ég er ekki sammála…
Sjálfur er ég mikill poppisti og sé ekkert að því að blanda saman kynþokka við tónlist. Mannkynið hefur verið að gera blanda þessu við menningu okkar alveg frá því fyrstu málverkin voru gerð í hellum.
Þessi myndbönd eru vinsæl af ástæðu, það er fullt af fólki þarna úti sem að fílar þessi myndbönd/lög, og því er eðlilegt að það sé spilað þau mikið. Hættu bara að væla og hættu að horfa á Popptíví.
Svar:
Eina ástæðan yfir því að þessi myndbönd eru svona vinsæl er vegna þess að þau eru grípandi, það hjálpar auðvitað líka að þegar við hugsum um lagið þá sjáum við fyrir okkur fallegan kvenmann fækka fötum, ef þetta er spilað of oft, þá er eðlielegt að fá lagið á heilann, jafnvel þó það sé ekkert varið í það! Hversu oft hefur maður lent í því að fá eitthvað lag á heilann sem maður þolir ekki? Mjög oft!!
———————————————— -
WicK3T
Ég hef ekkert á móti fallegu fólki (Sér í lagi ef það eru léttklæddir fallegir kvenmenn).
Það sem mér finnst pirrandi við þetta er einfaldlega hversu metnaðarlítil tónlist er spiluð á popp tv og Skjá einum :(
Færibandstónlist
Svar:
Gæti ekki verið meira sammála. Ég hef ekkert á móti fallegu kvenfólki heldur en metnaðurinn er ekki nógu mikill. Mér finnst samt skjár einn vera duglegri við að koma með íslensk bönd og fá þeir hrós fyrir það :D
————————————————
Brutal666
gæti ekki verið meira samála þér þetta er fáranlegt tonlistin skiptir engu máli í dag bara kellingar sem eru að afklæðast. fáranlegt ætti að fara að sína einhver metal myndbönd og leifa ungum tonlistarmönnum að spreytta sig!!!
Svar:
Það er fullt af efnlilegum tónlistarmönnum í dag,en því miður vilja þeir ekki gera það sem þarf. Ef við lítum bara á alla íslensku hljómsveitirnar í dag þá eru þær allar í sama pakkanum, spila það sem fjöldinn vill heyra og klæðast því sem fjöldinn hefur að segja.