I. INNGANGUR

Indland er fjölmennasta lýðræðisríki heims og rekur sögu sína og menningu aftur um fjögur
þúsund ár, þegar Indusmenningin blómstraði. Á Indlandi má finna iðkendur allra trúarbragða
heims, þó hindúar séu langt um fjölmennastir í flestum ríkjum landsins. Þrátt fyrir það eru
næstflestir múslimar þar, en einnig margir búddistar, síkar og kristnir.

Tónlist hefur alla tíð verið mikilvægur hluti af menningu Indlands og svæðinu þar í kring.
Landið er rúmlega þrír milljónir ferkílómetrar og ef tekið er mið af því kemur mjög á óvart
hversu lík tónlistin er á öllu svæðinu, sérstaklega ef allur fjölbreytileiki mannfólksins er tek-
inn með inn í dæmið.

Tónlistin er þó svolítið breytileg eftir því hvar á landinu hún er spiluð. Þessum svæðisbundna
mismun má skipta í tvo hluta: norður og suður. Þetta er einföldun, en sérlega þægileg einföld-
un. Í norðurhluta Indlands eru indó-evrópsk tungumál algengust; á Suður-Indlandi eru tungu-
mál Dravída ráðandi. Efni þessarar ritgerðar tengist meira tónlist Norður-Indlands.

Indverska tónfræði má rekja alveg aftur til 13. aldar þegar Brahmíni að nafni Sarngdeva skrif-
aði hið merkilega rit Sangita-ratnakara, sem fjallar um tónfræði. Í ritgerð þessari verður fjall-
að um þessa tónfræði, sem og annað sem tengist klassískri tónlist á Indlandi.



II. INDVERSK TÓNFRÆÐI


II.I. SVARA

Svara eru nóturnar í indverskri tónlist. Mynd 1 á vefsíðunni http://kasmir.hugi.is/bernstein
sýnir heiti nótanna og sambærilegar nótur í okkar vestræna tónlistarkerfi. En í svöru-kerfinu
skiptir ekki máli hvar sa er valið - tónlistarfólkið ræður því einfaldlega. En þegar verið að
útskýra eða bera saman indverska og vestræna tónlist er það oftast látið hljóma eins og hljóm-
andi C.

Næstum því hver svara hefur mismunandi tónstöður, sruti, sem eru samanlagt 22 talsins (sjá
Mynd 2 á Kasmír síðunni minni, http://kasmir.hugi.is/bernstein).


Eins og sjá má á myndinni eru sa og pa óhagganlegar. Þær hafa sem sagt aðeins eina tónstö-
ðu á meðan hægt er að færa hinar aðeins til, upp og/eða niður. Það kann að hljóma sérkenni-
lega þar sem þetta býður upp á nótur sem eru hreinlega ekki til í okkar vestræna kerfi - í ind-
verskri tónlist eru til nótur sem eru t.d. mitt á milli C og Des, og G og As. Nótur þessar eru
stundum kallaðar kvarttónar eða kvartnótur.


II.II. RAGA

Hugtakið raga er oft ruglað saman við that. That eru tónstigar, búnir til úr svörum, en raga
er annað og meira en það.

Raga er í meginatriðum samsetning á nótum sem geta túlkað ákveðna tilfinningu sem hefð-
bundnir tónstigar hafa ekki í sér. Tvær rögur geta verið byggðar úr sömu svörunum en hljóma
samt ekki eins. Þessi mismunur fer eftir því hvernig rögurnar eru spilaðar; hvernig farið er á
milli nótanna, áherslur o.fl.

Rögur eru mjög mikilvægar í indverskri menningu. Þær eiga að geta haft áhrif á heiminn,
veðurfar, og persónuleika manna, svo dæmi séu tekin. Hver einasta raga er tengd einum af
átta hlutum dags og nætur, og/eða einni af sex árstíðum.

Ekki er með öllu ljóst hve margar rögurnar eru, en formlega eru þær 36. Sarngdeva gaf hins
vegar dæmi um 260.


II.II.I. REGLUR

Til þess að rögur geti talist gildar þurfa þær að standast ákveðnar kröfur. Helstu reglurnar eru:

1. Raga verður að hafa a.m.k. fimm nótur í áttund, bæði upp og niður.
2. Raga verður að hafa grunntón, sa.
3. Rögur verða að hafa a.m.k. eina nótu á bilinu ma – stk. ma og pa.
4. Hækka má nótur eða lækka en ekki tvær í röð.
5. Sa og pa má aldrei nota á uppleið.

Þegar hlustað er á rögu heyrist oft greinilega að lögð er áhersla á einhverja ákveðna nótu.
Þessi ráðandi nóta í rögunni kallast vadi. Samhliða vöduni er önnur „með-ráðandi“ nóta sem
kallast samvadi, 4und eða 5und fyrir ofan eða neðan vöduna. Í rögum eru einnig nótur sem
ekki eru notaðar. Þessar nótur kallast vivadi, og er þeim sleppt eftir hentugleika – til þess
að fá sérstakan blæ yfir tónlistina.

Áherslur og hendingar gegna veigamiklu hlutverki í rögum. Ef stoppað er á vitlausri nótu get-
ur það breytt allri tjáningu lagsins og jafnvel skapað tæknileg vandamál. Það er því eins gott
að stoppa ekki á röngum stöðum.


II.II.II. SPUNI

Spuni, eða „impróvisérun“ eins það er kallað á slæmri íslensku, er stór partur af indverskri
tónlist. Með spuna er að sjálfsögðu átt við vandaða samsetningu hugmynda og frasa en ekki
bara eitthvað út í bláinn eins og sumir kynnu að halda.

Sem dæmi um spuna má nefna þegar texti lags er sunginn mörgum sinnum yfir, með sama
hrynmunstri, en laglínunni er breytt með þeim afleiðingum að endalausar mismunandi lag-
runur koma fram. Slíkur spuni kallast bhanjani rupakalapti.


II.III. HLJÓÐFALL

Í indverskri tónlist skiptir hljóðfallið alveg jafn miklu máli og laglínur. Hljóðfallinu má skipta
niður í eftirtalin þrjú atiði.

1. Tala. Tala má líkja við taktinn í okkar kerfi. Í hverjum tala er ákveðinn fjöldi slaga. Til eru
yfir hundrað talar en aðeins tíu eða tólf þeirra eru notaðir að einhverju marki.

2. Laya. Þetta er mælikvarði á hraða og hefur þrjár „stillingar“ ef svo má að orði komast:
hægt (vilambit), meðalhratt (madhya) og hratt (drut).

3. Matra. Hvert einstaka slag í hverjum tala. Þýðir það sama og bol á tabla (sjá III.III.).

Talar eru mjög einkennandi fyrir indverska tónlist, og einnig alveg gríðarlega fjölbreyttir. Ta-
lar geta verið með allt frá þremur mötrum upp í hvorki meira né minna en 108 mötrur. En al-
gengustu talarnir hafa 5, 6, 7, 8, 10, 12, 14 eða 16 mötrur. Fólk kynni að spyrja sig af hverju
þetta sé gert svona flókið – af hverju ekki að skipta talana bara niður í 2, 3, 4, 5 og 6 slög eins
og er oft gert í vestræna kerfinu? En málið er ekki svo einfalt. Talarnir hljóma nefnilega allir
mismunandi, og er það vegna þess að mötrurnar í hverjum tala hljóma mismunandi. Sjá ná-
nar kafla III.III.

Dæmi um tala má finna má finna á veraldarvefnum, www.surdhwani.com/mus_tala.html.



III. HLJÓÐFÆRI

Hljóðfærin sem notuð eru í klassískri indverskri tónlist eru mörg einkar merkileg, og að mör-
gu leyti allt öðruvísi en vestræn hljóðfæri. Það eru einkum slagverks-, strengja- og tréblásturs-
hljóðfæri notuð á Indlandi og fjallar eftirfarandi texti um þrjú þeirra.


III.I. SÍTAR

Sítar (Mynd 3 á Kasmír síðunni minni) er eitt vinsælasta og mest þekkta indverska hljóðfærið.
Sögu þess má rekja aftur til 12. aldar, þegar Tyrkir og Persar komu til norðurhluta Indlands
með ýmis hljóðfæri í farteskinu. Nafnið sítar er dregið af persneska orðinu „sihtar“ sem þýðir
„þriggja strengja“.

Eitt hljóðfærið sem Tyrkirnir og Persarnir komu með átti eftir þróast í hinn glæsilega ind-
verska sítar. Hljóðfærið hét tanbúr. Það hafði perulaga kassa og langan og mjóan háls. Á 16.
öld hafði hljóðfærist breyst aðeins og var þá kallað tambúrah. Hljóðfærið breyttist enn meira
og á 18. öld var það orðið næstum eins og það er í dag. Tvær helstu gerðirnar eru:

1. Fyrri gerðin var þróuð af manni að nafni Ratna Rahimat Khan. Þessi sítar hefur þrettán
svokallaða „sympathetic“ strengi. Það eru strengir sem ekki er spilað á, og hljóma þess í stað
aðeins með spiluðu strengjunum. Þessir þrettán strengir eru stilltir á þær nótur sem eru í við-
eigandi rögu. Auk meðhljómandi strengjanna eru sjö strengir sem spilað er á. Á þrem þeirra
er hægt að spila heilar þjár áttundir, ma, sa og pa. Sá fjórði spilar heila bassa-áttund og er
stilltur á sa. Síðast en ekki síst sjá þrír strengir um hljóðfallið (cikari-strengir), og eru þeir
stilltir á sa, sa og ga.

2. Seinni gerðin var þróuð af Ustad Imdad Khan. Sítarinn minnkaði og var hannaður með það
fyrir augum að auka hraðagetu hljóðfærisins. Þessi sítar kemst ekki niður á bassa-áttundina
og hefur ellefu meðhljómandi strengi. Spiluðu strengirnir eru stilltir á ma, sa, ga og pa, á
meðan cikari-strengirnir tveir eru stilltir á sa.


III.II. SANTÚR

Santúrinn (Mynd 4 á Kasmír vefsíðurnni) er elsta þekkta indverska strengjahljóðfærið. Það
Á rætur sínar að rekja til Persíu, og má gera ráð fyrir því að Persarnir hafi komið með það til
Indlands á 15. öld. Persneska orðið „santoor“ merkir „hundrað-strengja“, og má finna svipuð
hljóðfæri í Kína, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og Ungverjalandi svo dæmi séu tekin.

Indverskri santúrinn lítur út eins og trapisa, og er gerður úr viði. Á myndinni má sjá dæmi-
gerðan santúr. Strengirnir eru á bilinu 90-120 og úr málmi. Þeim er skipt niður í hópa, þrír
strengir í hverjum hóp. Venjulega eru allir þrír strengirnir í hverjum hópi stilltir á sömu nót-
una. Þar sem lengra er á milli enda eru að sjálfsögðu lengri strengir sem gefa þ.a.l. dýpri
hljóm en strengirnir sem strekktir eru í styttri endann.

Santúrinn er ekki plokkaður heldur er slegið létt á strengina með litlum og krúttlegum tré-
hömrum.


III.III. TABLA

Tabla (Mynd 5 á kasmir.hugi.is/bernstein)er í raun trommupar, eins og sjá má á myndinni.
Bassatromman er stærri og er slegið á hana með vinstri hendi, á meðan minni tromman er
slegin með hægri.

Meginhlutverk tabla er að spila tala sem einskonar taktslátt undir með öðrum hljóðfæraleik
og/eða söng. Tabla getur þó einnig spilað rögur, en það er gert með því að raða mörgum mis-
munandi stilltum tabla upp í sveigða röð svo tablaleikarinn geti slegið á þær allar.

Slög á tabla kallast bol (mötrur, sjá II.III.), en á hljóðfærið er hægt að spila ótrúlegan fjölda
bola sem öll hljóma mismunandi. Hér verða þrjú einföldustu bolin stuttlega útlistuð í máli og
myndum. Fleiri bol má nálgast á vefsíðunni http://chandrakantha.com/tablasite/bsicbols.htm.

1. Ka. Slegið er létt á bassatrommuna með vinstri hendi. Slegið er með flötum lófa í miðjuna
og fingurgómarnir látnir fara eilítið út fyrir trommuna. Auðvelt er að leika þennan bol. Aðrar
gerðir af ka eru til, en þessi er algengust (sjá Mynd 6 á Kasmír).

2. Na. Þessi bol er algengur fyrir hægri hendina. Vísifingur hægri handar slær létt í kantinn á
trommunni á meðan hinir styðja við, eins og sést á myndinni (sjá Mynd 7 á Kasmír).

3. Ti. Margar gerðir eru til af þessum bol en eftirfarandi gerð er algeng. Slegið er með löngu-
töng hægri handar beint í miðjuna á minni trommunni (sjá Mynd 8 á Kasmír).



IV. LOKAORÐ

Indverjar voru að mörgu leyti komnir mun lengra en Vesturlandabúar tónlistarlega og menn-
ingarlega séð. Strax á 13. öld voru taktar skilgreindir og reglur búnar til sem laglínur, eða
réttara sagt rögur, þurftu að lúta. Hljóðfærin voru annaðhvort flókin strengjahljóðfæri eða
trommur sem gátu myndað ótrúlegan fjölda hljóða. Á meðan réð kirkjan öllu á Vesturlöndum
og fólkið sat í skugganum með trúarlega tónlist sem var allsráðandi. Laglínur voru frekar ein-
faldar og taktar ekki beint áhugaverðir. En Vesturlandabúar mega samt eiga það að þeir voru
fyrstir til að nota fjölröddun og þróa hana yfir í eitthvað sem varð síðar megineinkenni vest-
rænnar tónlistar.

Popp- og rokktónlist hefur verið að breiðast mikið út (óþarflega mikið?) um allan heim, líka
á Indlandi. En ólíkt mörgum löndum þar sem flest ungt fólk telur tónlist síns heimalands vera
rugl og vitleysu þykir ungmennum á Indlandi mjög vænt um sína klassísku tónlist. Á meðan
klassísk tónlist á Vesturlöndum virðist verða snobbaðri með hverju árinu sem líður, er víst að
klassísk tónlist á Indlandi mun halda áfram að blómstra, þökk sé áhuga þjóðarinnar.



HEIMILDASKRÁ

1. Þórir Þórisson. 2000. Lærðu að hlusta III. Offestfjölritun HF, Reykjavík.

2. Grove Music Online. 24/2/2004. India.
http://www.grovemusic.com/shared/views/article. html?from=search&session\_search_id=125749917&hitnum=1 &section=music.43272

3. Makar. 24/2/2004. Indian Classical Music Instruments.
http://makar-records.com/siteus/frameinst rument.html

4. Infoweb. 27/2/2004. Santoor.
http://www.infoweb.co.nz/index.php?infopage=5 0

5. Chanda & David's Homepage. 28/2/2004. Santur (Santoor).
http://chandrakantha.com/articles/indian_mu sic/santur.html

6. Chanda & David's Homepage. 28/2/2004. TablaSite.
http://chandrakantha.com/tablasite/

7. Official Website of Shailendra Madarie. 29/3/2004. Music from India.
http://www.surdhwani.com/mus_tala.html

Allar myndir voru fundnar með leitarvélinni Google.com.