Hljómsveitin Pixies var stofnuð í Boston í Bandaríkjunum árið 1986 af þeim Charles Thompson og Joey Santiago, en þeir voru herbergisfélagar í skóla þar. Þeir auglýstu eftir bassaleikara í tónlistarblaði.Það var aðeins einn kvenmaður sem svaraði auglýsingunni og hét hún Kim Deal.Hún mældi síðan með trommaranum David Lovering, sem gekk síðan til liðs við þau. Thompson valdi sér sviðsnafnið Black Francis og kölluðu sig Pixies eftir að Santiago hafði valið orð af handahófi í orðabók.
Í mars ‘87 tóku þau upp 18 lög á 3 dögum sem þykja mikil afköst og voru 8 lög valin á plötuna “Come On Pilgrim”, sem kom út 1987.
Þau tóku síðan upp fyrstu breiðskífuna stuttu síðar sem heitir “Surfer Rosa”. Hún kom út vorið 1988 og fékk frábærar viðtökur gagnrýnenda og sló í gegn . Seinna komu út plöturnar “Doolittle” , Bossanova og “Trompe Le Monde”. Lög eins og “Monkey Gone To Heaven” og “Here Comes Your Man” Kannast flestir við.Hljómsveitin var ávallt mun vinsælli í Bretlandi en í Bandaríkjunum.
Undir lok ’91 var samstarf milli Black francis og Kim deal orðið afar slæmt og síðan haustið 92 hafa Pixies ekki spilað saman.
Það er mjög gaman að þessi Skemmtilega hljómsveit skuli vilja koma og spila fyrir íslendina