Saga The Beatles 1. kafli
Hljómsveitin The Beatles, sem er án efa ein vinsælasta og umdeildasta hljómsveit heims var stofnuð í liverpool árið 1957 af John Winston Lennon. Í bandinu voru þeir John Lennon, stofnandi og Ryþmagítarleikari, Stuart Sutcliffe, bassaleikari og Paul McCartney, gítarleikari, en hljóðfæraskipan átti eftir að breytast. Sagan í kringum kynni Pauls og Johns voru stutt og áttu þeir eftir að verða mestu mátar, en meira um það seinna. John gaf bandinu nafnið Quarrymen í nafnið á skóla sínum Quarry- Bank, Isac Hayes meðlimur í skiffle-bandi Lennons, þekkti strák að nafni James Paul McCartney, og talaði við John um að hann væri flinkur hljóðfæraleikari, John sagðist vilja sjá hann spila og sjá síðan til. Það var alltaf árleg vorhátíð haldin fyrir framan dómkirkjuna í liverpool, þar voru Quarry-men ráðnir til þess að spila, Paul mætti ekki vegna þess að honum langaði svo að komast í bandið, hann fór því hann hafði frétt hvað létt væri að ná sér í stelpur á svona hátíðum. Þegar Paul og John hittust fyrst var John blindfullur en vildi samt heyra Paul spila, John hafði aldrei heyrt svona gott og ferskt rokk áður og hugsaði um að hann hlyti að vera atvinnumaður, en svo var ekki. Paul mcCartney sem átti eftir að verða einn mesti tónlistar maður 19. aldar var kominn í bandið. Paul þekkti strák sem var reyndar bara fjórtán ára en gat spilað á gítar, þessi drengur hét George Harrison, bara pelabran og gerpi eins og John kaus að kalla hann fyrst, þegar George var kominn í bandið fóru þeir að spila mikið á klúbb sem hét The Cavern Club, Isac hætti stuttu eftir það. John var farinn að hanga mikið með stelpu sem hét Cynthia Powell. Samt var en smá vandamál, þeim vantaði trommara, en eigandi Cavern klúbbsins átti son sem var að læra á trommur. Sá drengur var Pete Best, Quarry-men skiptu um nafn og breyttu í Silver Beetles, tvem dögum seinna fóru þeir til hamborgar í þýskalandi, spiluðu mikið á The Indra Club og All Star Club. Í hamborg kyntust þeir parinu Klaus Voorman og Astrid Kuther, en þau hættu saman stuttu seinna og þá byrjaði Astrid með Stuart, En það samband ´stóð ekki lengi, Stuart hafði hætt í Silver Beatles og settist að í hamborg með kærustu sinni Astrid, en var alltaf með svo hrikalegan höfuðverk að hann var að drepast vildi stökkva útum gluggan, en Astrid kom og stöðvaði það. Seinna kom sjúkrabíllin og sótti Stuart og Astrid. Stuart dó stuttu seinna í fanginu á Astrid. Seinna kom í ljós að Stuart hafði dáið vegna heilablóðfalls sem hann hafði fengið þegar hann og John voru að slást við sjóara. The Silver Beetles fóru seinna til þýskalands og breyttu um nafn í The Beetles, en John sem var les blindur skrifaði nafnið óvart The Beatles í staðinn fyrir Beetles og hinum meðlimunum þótti það flott. Beat þýðir taktur og þá má segja að þeir hafi ekki verið Bjöllur lengur því orðið Beatles finnst ekki í venjulegum orðabókum. Í hinni þýskalnds ferðini hittu þeir söngvaran Tony Sheridan og tóku þar með upp fyrstu plötu sína My Bonnie, sem var smáskífa. Brian Epstein var maður sem átti plötubúð í liverpool og fólk kom endalust og spurði um plötu með The Beatles, Brian hafði aldrei heyrt minnst á hljómsveit sem hét Beatles en fattaði strax að platan hefði verið tekin upp í þýsklandi af Polydor Records, og þessvegna héllt hann að bítlarnir væru þýsk hljómsveit. Þegar bítlarnir fóru að spila á Cavern klúbbnum einn daginn kom Brian að horfa á þá, hann spurði hvort þeim vantaði umboðsmann og þeir játuðu. Næstu vikur voru þeir fullbókaðir á öllum klúbbum og Brian var farinn að leita að plötusamning og fann einn hjá undirfyrirtæki EMI, Parlophone. George Martin sem vann hjá Parlophone vildi gefa þeim samning ef þeir losuðu sig við trommaran Pete Best, sem varð náttúrulega mjög fúll. Richard Starkey eða Ringo Starr var vinur George Harrison og var að flytja til bandaríkjana þegar George kom auga á trommusett þegar hann var að hjálpa Ringo að flytja og spurði hvort hann kynni á trommur og Ringo svaraði játandi. John og Paul vildu Ringo vegna þess að hann var góður að krækja sér í konur, en reyndar var John að fara gifta sig daginn eftir að Ringo kom í bandið.