Styrktartónleikar Barnaheill, Icelandair og SMS.

Miðvikudaginn 11. febrúar verða haldnir tónleikar til styrktar Barnaheill – Save the Children. Tónleikarnir eru samstarfsverkefnið SMS, Barnaheill og Icelandair, þeir hefjast klukkan 20:00 og eru haldnir í Menntaskólanum við Sund. Miðaverð er AÐEINS 500 kr.

Fram koma:

200.000 Naglbítar
Dr. Gunni
Jan Mayen
Búdrýgindi

Allir sem koma nálægt þessum tónleikum gefa vinnu sína í verkefnið. Enda er ekki við öðru að búast þegar málefnið er jafn gott og þetta. Ástandið er mjög slæmt í Kambódíu og vinnur Save the Children að uppbyggingu menntakerfisins í landinu. Aðallega er unnið að uppbyggingu grunnmenntunar, skólastarfs á grunnskólastigi. Rauðu Khmerarnir sem voru við völd í landinu unnu markvisst að því í valdatíð sinni að útrýma menntafólki, því ætlunin var að losa sig við alla gamla þekkingu og byrja á núllpunkti. Fátækt og skortur á menntun er gríðalegt vandamál og hefur þessi nauð hrakið marga unga krakka út í vændi. Af þessum ástæðum er landið mjög vinsælt hjá barnaníðingum. Ég gæti komið með langa grein um þau vandamál sem eru til staðar í Kambódíu og sagt frá sögu landsins, en það verður að bíða betri tíma og á líklega betur heima á söguvefnum.

Í stuttu máli:

Styrktartónleikar
Miðvikudaginn 11. feb – kl. 20:00
Menntaskólanum við Sund

Fram koma:
200. Naglbítar
Dr. Gunni
Jan Mayen
Búdrýgindi

Forsala aðgöngumiða :
JAPIS Laugavegi 13
Andyri Menntaskólans við Sund (milli 15:00 – 17:00)

Miðaverð aðeins 500 kr.

Ath miðaverð er einnig 500 kr. við dyrnar.

SMS, Barnaheill og ICELANDAIR

Sigfús Steingrímsson