Tekið af mbl.is:
„Damien Rice, ungur Íri, sem sló í gegn á síðasta ári með plötunni O, mun halda tónleika á NASA 19. mars næstkomandi. O er hans fyrsta plata og hefur hún hlotið mikið lof og var að margra mati ein af betri plötum síðasta árs.
Rice leikur angurværa og tilfinningaríka tónlist, oftast studdur kassagítar, og hefur ósjaldan verið líkt við sígild söngvaskáld á borð við Bob Dylan, Leonard Cohen og Van Morrison. Rice, sem kemur til landsins með hljómsveit sinni, á eitt af mest spiluðu lögunum á Rás 2 um þessar mundir en það heitir “Volcano”.“
Jæja, hvernig líst ykkur á þetta? Og veit einhver hvort það verður aldurstakmark á þetta?