Mujaffa: Þið sem munið eftir músíktilraunum hjá þessum drengjum vita eflaust að um útslátt þeirra hafa verið skrifaðar margar bækur sem heita á borð við “Conspiracy theory” og “Conspiring minds”. Þeir áttu ekki skilað detta út. Þessir menn munu flytja slagara á borð við, Systir mín Baldvin og fleiri góð lög.
Einfari: Þessi drengur er upphaflega úr norðurhluta bæjarins og hóf að yrkja í móðurkviði. Strax í grunnskóla fór hann að rappa og hann hefur ekki stoppað síðan. Hann fluttist frá norðurhlutanum til þess að ganga í raðir Setberginga. Þar hefur hann blómstrað og dafnað og orðið sleipari með árunum. Nú mun hann sýna hvað í honum býr!
Seinast en ekki síst er hljómsveitin:
Spilabandið Runólfur: Þetta er einvala lið hljóðfæraleikara sem að kom fyrst fram saman á Menningarhátíðinni: Bjartir dagar í Hafnarfirði. Þeir hafa farið í gegnum nokkrar breytingar á ferli sínum en samanstendur nú af 8-9 meðlimum (3 blásarar, 2 hljómborðsleikarar, bassaleikari, gítarleikari, trommarinn. Bongóleikari er stundum). Þeir sem hafa séð þessa sveit spila á tónleikum vita að þeir bjóða uppá fyrsta flokks stuðtónlist. Þeir hafa lofað góðum tónleikum og hafa reynt að velja lög sem að ættu að kítla danstaugarnar. Þeir spila frá 10-11 og er lokanúmerið.
Við vonumst til þess að sjá sem flesta og þeir sem ætla sér að mæta ættu að koma í þægilegum dansfötum því að rassinn leynir á sér þegar stuðtónlist er annars vegar!
Lifi funk-listinn