Hérna er listi yfir 20 lög sem komu mér í stuð árið 2003.
Stuðlög 2003
1.I belive I can fly=Simple Page
Þetta lag heyrði ég fyrst í myndinni Freaky Friday og varð alveg smitten og downloadaði því á netinu. Þetta lag kemur mér alltaf í stuð!
2.Time is running out=Muse
Ah Muse, skemmtilegar minningar frá tónleikunum í Höllinni. Nammi 5000 sveittir unglingar.
3.Mundian To Bach Ke=Panjabi MC
Ég veit, ég veit! En þið verðið að viðurkenna þetta lag kemur manni alltaf til þess að hrista rassinn smá!
4.Bandages=Hot Hot Heat
Ég heyrði þetta lag fyrst þegar ég var í bíl með systur minni, þá var þetta spilað á X-inu og ég var síðan alltaf að heyra það og var mjög lengi að reyna að komast að því hvaða lag þetta var sem lét mig hrista rassinn svona.
5.Þar sem þögnin lifir=Amos
Ég er búin að vera HUGE Amos fan síðan ég sá þá spila á Kóparokki fyrir langa löngu og ég tók þetta lag af síðunni þeirra og alltaf þegar ég spila það get ég bara ekki hætt að syngja með…. slóðin er btw www.amos-theband.tk (en þetta lag er ekki lengur þar)
6.Danger High Voltage=Electric Six
Fire in the Disco!! Oh yeah baby! Ég man hvað ég var hissa þegar ég heyrði að Jack White söng fyrir kerlinguna!
7.This Picture=Placebo
Þetta lag mynnir mig alltaf á fyrsta skóladaginn minn í frammhaldsskóla (sem var á þessu ári) ég var nebbla að hlusta á þennan disk í strætó ;)
8.Swing Swing=All American Rejects
Hvort heitir það Swing Swing eða Swing Swing Swing æjj Whatever… Þetta lag var í dáltið góðri spilun á X-inu en ég man að ég heyrði það fyrst þegar ég sá myndbandið á S1 og mér fannst söngvarinn vera flottur
9.Low=Kelly Clarckson
Mér finnst myndbandið við þetta lag svo sumarlegt, ég fæ alltaf skemmtilega sumartilfinningu þegar ég heyri þetta lag
10.Frantic=Metallica
Jamm ég veit ekki hvað ég á að segja það er bara gaman að hoppa og hamast við þetta lag!
11.Allar stelpur úr að ofan= Dáðadrengir
Kalli er alltaf á skralli! Ég held að ég hafi gert vini mína brjálaða að syngja þessa setningu svo oft!
12.Gay Bar= Electric Six
Annað Electric Six lag! Það er einfaldlega afþví að Electric Six er bara stuð hljómsveit!
13.Rock Your Body= Justin Timberlake
Skammast mín pínu en kommon!!
14.Seven nation army= White stripes
Ég er náttla HUGE white stripes fan þannig að þetta lag bregst mér aldrei
15.Low= Foo fighters
Muniði eftir í höllinni!! Hvað það var gaman!! Þetta voru bestu tónleikar sem ég hef farið á!! Plús MYNDBANDIÐ MARR!!! Snilld! Tær Snilld!
16.Húfan=Guðjón Rúdólf
Sumarið 2003 ég og fjölskyldan á Flatey Breiðarfirði…Alltí einu heyri ég mömmu garga úr hlátri inní eldúsi, þá var það þetta snilldar lag! Svo þegar ég sá mannin sjálfan!! Bregst ekki!
17.Slow= Kylie Minouge
Það er bara ekkað svo stuðlegt við þetta lag, veit ekki hvað, maður byrjar ekkernvegin alltaf smá að hreyfast hægt með taktinum!
18.Eurovísa= Botnleðja
Æ hvað það var leiðinlegt þegar þjóðin kaus ekki Botnleðju í Júróvisjón :'( Kemur samt mér alltaf í stuð þegar ég heyri þetta lag.
19.Weir der Mench zahlt= Alf Poier
Ég var fljót að jafna mig yfir Botnleðju eftir að ég heyrði lagið frá Austuríkjum!!! HEHEHEHEHEHHE
20.Petra=Ókind
Þetta er ekki beint stuðlag…..þetta er bara skemmtilegt lag :p Ókind er snilldar hljómsveit ;)
Jæja þetta voru mín stuðlög, nú vil ég heyra frá ykkur!
Btw átti Gleðisveit Ingólfs ekki að verða stærsta hljómsveit á Ísl eða ekkað þannig?? Hvar eru þeir núna?!?