Hljómsveitin var stofnuð á Akureyri árið 1993.
Axel var í hljómsveit í Gagnfræðaskólanum. Villi var alltaf að fylgjast með og tók svo einu sinni sóló við White Room og var ráðinn í sveitina. Þá fóru einhverjir í fýlu og hættu og það var mikið vesen.

Þegar allir voru hættir nema Villi og Axel var ákveðið að fá Kára bróður Villa til að spila á bassa.

Árið 1993 tók hljómsveitin þátt í hljómsveitarkeppni á Akureyri og vann. Þá hét sveitin Gleðitríóið Ásar. Sveitin spilaði talsvert undir þessu nafni.

Sveitin spilaði íGlerárskóla árið 1993 og líka 1995.
Síðan var nafninu breytt í Askur Yggdrasils og kasetta gefin út sem hét sama nafni. Þessi kasetta var á ensku og textarnir gífurlega pólitískir og rokkið óheflað. Þarna voru piltarnir 14 og 15 ára.

Næst var nafninu breytt í 200.000 naglbítar og þeir tóku þátt í Músíktilraunum 1995. Hljómsveitin hafnaði Í 3.sæti. Fljótlega eftir það var nafninu breytt í Alias Bob því að þeim fanst bjánalegt að heita íslensku nafni og syngja á ensku

Strákarnir tóku upp 10 lög hjá Kristjáni Edilstein í Stúdíó hljóðlist og um leið og þau voru tilbúin þá hættu þeir að syngja á ensku og breyttu nafninu aftur í 200.000 naglbíta.

Árið 1997 komu þeir út á Spírum með lagið Hæð í hús og Helsærður dordingull.
1998 komu svo Neóndýrin út.
Platan Neóndýrin fékk frábæra dóma og 6 tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna. Neóndýrin var tekin upp og hljóðblönduð í Grjótnámunni og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sá um hljóðblöndun og upptökur ásamt fleirum.

Neódýrin:
1.Stjörnur 1 2 & 3
2.Brjótum það sem brotnar
3.Neðanjarðar
4.Hann bíður
5.Hæð í húsi
6.Firildavængirnir
7.Einmana
8.Einn var
9.Leynibilgjur gyllta flóðhestsins
10.Neódýrin
11.Hvítt
12.Saga af atómfúraðri ást
13.Má ekki



Árið 2000 kom út platan Vögguvísur fyrir skuggaprins.
Tekin upp hjá Haffa í Grjótnámunni.

Trommurnar tók Axel upp sjálfur í æfingarhúsnæði á Akureyri og kom með á geisladiski til borgarinnar. Síðan var allt tekið upp á tölvur og lengi vel var hvorki gítarmagnari né bassamagnari notaður. Allt gert í tölvu. Það eru 4 lög á plötunni sem skarta gítarmagnara en ekkert laganna skartar bassamagnara. Mikil tölvuvinnsla og fullt af hljóðum sem gefa henni sérstakan blæ.
Villi semur alla texta og þessir eru þungir. Eins og Neóndýrin. Ljóð fyrir börn. Ljóð um skuggalandið. Þetta eru vögguvísur fyrir skuggaprins. Fólk verður að lesa textana sjálft og ráða úr þeim það sem það vill. Það býr þó sannleikur á bak við þá alla þó þeir séu e.t.v. ekki allir raunverulegir.
Textarnir eru allir sögur sem tengjast á einn eða annan hátt og mikið lagt í að þeir séu sem bestir og skipti máli.

Hljómsveitin spilaði á Reykjavík Music Festival og svo á Airwaves tónleikahátíðinni í Reykjavík.

Haustið 2001 fjölgaði í 200.000 naglbítum. Þá gekk til liðs við hljómsveitina Róbert Reynisson gítarleikari. Það er óhætt að segja að Róbert hafi sett sinn svip á hljómsveitina og hafi komið með nýja vídd í heiminn sem var fyrir. Það verður gaman að sjá hvað gerist á næstu plötu.


Hjartagull:

Nýasta plata naglbítanna Hjartagull er tilnefnd sem besta platan og Láttu mig vera besta lagið….

Hjartagull:
1.Skerðu myrkrið burt 2:51
2.Láttu mig vera 3:22
3.Hár grefur hendur 4:07
4.Sól gleypir sær 3:31
5.Hjartagull 5:10
6.Orðin sem þú átt 3:33
7.Ekki gleyma 4:09
8.Harmur fyllir hjarta 3:33
9.Brennum upp ljósin 2:44
10.Aldrei eins 2:45



Kv.SGO