Skífuskank & Taktkjaftur Þá er komið á hinni árlegu plötusnúðakeppni TFA, Skífuskank ? Íslandsmeistarakeppni plötusnúða, sem verður nú haldin í samfléttu við fyrstu Íslandsmeistarakeppnina ?beatbox?, Taktkjaftur.

Viðburðurinn er hluti af Unglist - listahátíð ungs fólks, sem haldin er af Hinu Húsinu árlega. Verðlaunin þetta árið verða mjög vegleg, Sennheiser heyrnatól frá PFAFF, Shure pick-upar og hljóðnemi frá Tónabúðinni og Vestax pick-upar og hljóðsíur frá Exton.

Meðal þátttakenda verða: DJ Paranoya, DJ Magic, DJ B Ruff, DJ Big Gee, DJ Nino, DJ Wiz, Mezzías MC, Bangsi, Bjartur Boli, Ruben og Siggi Bahama.

Aðgangur er opinn öllum aldri og aðgangseyrir er enginn, viðburðurinn byrjar kl.19:30.

Sætafjöldinn verður takmarkaður og því mælt með tímanlegri mætingu.

Dómarar verða DJ Fingaprint og DJ Saber (Noregi).
Karl KD mun sjá um kynningu á kvöldinu og DJ Deluxe spilar nokkur feit HipHop lög milli stríða.

Allar nánari upplýsingar um keppnina er að finna á www.hiphop.is og um Unglist á www.hitthusid.is.