
Fólk hlustar á misjafna tónlist, fer ýmist eftir skapi eða bara hvenig tónlist fólk fílar. Ég hef t.d. mjög fjölbreyttan tónlistarsmekk, ég næ mjög mikið í lög af netinu og þar er að finna allt, frá Barry White, Bítlunum, Stevie Wonder og í Justin Timberlake, Avril Lavigne, ACDC og Snoop Dogg… Tónlistin sem ég hlusta á fer yfirleitt eftir textum, eins og núna t.d. hlusta ég mikið á Avril Lavigne, líki textanum við líf mitt í dag! Síðan gæti þetta breyst á aðeins þrem dögum eða eitthvað. Ég hef lent í því að fólk gapir yfir því hvernig tónlist ég hlusta á! Segir alveg guð hvernig geturu hlustað á þetta væl? Málið er að ég get einfaldlega ekki svarað því! Oft hefur líka verið sagt að þegar fólk er ástfangið hlustar það mjöööög mikið á svona ástarlög. Ætli þetta eigi ekki við flesta? Síðan þegar fólk verður þunglynt hlustar það á svona þunglyndis lög…. ég veit ekki, en þetta eru aðeins vangaveltur!
Lög sem að ég get hlustað á aftur og aftur og aftur eru; Someone Like You með Van Morrison, Losing Grip og Unwanted með Avril Lavinge, Crazy For This Girl með Evan&Jaron, Frontin með Pharell Williams (NERD) og Jay-Z, Waiting On An Angel með Ben Harper og Rock Your Body með Justin Timberlake (sem að allir hata)….
Þarna er gott dæmi um fjölbreyttan tónlistarsmekk… Akkúrat núna finnst mér This Is New Shit með Marilyn Manson (sem me´r finnst ógeðslegur) geðveikt gott. Mér finnst tónlist ekki fara eftir tónlistarmanninum sjálfum heldur bara eftir laginu sjálfu!
En þetta er bara mín skoðun!
Og plís ekki koma með einhver skítköst í mig og segja hvað Justin er mikill hommi og hvað Avril er glötuð og allt svona sem að ég hef séð nógu oft hérna á huga!
Kv. með góðum vilja
Kisulora89