Kveldið

Það er misjafnt hvernig fólk túlkar gott lag. Sem betur fer!
ég ætla ekki að far að benda á
hvað er rétt og rangt,
hvað er best og verst,
hvað er lélegt og hvað er frábært.
Ég ætla aðeins að segja mína skoðun á málinu, og vonandi getið þið túlkað ykkur með, án þess að skítkast byrji ;)

svona áður en ég byrja fyrir alvöru þá vill ég afsaka mig fyrirfram, ég á það til að fara í taugarnar á fólki, pirra það og jafnvel dissa það á einn eða annann hátt, hvort sem það er óbeint eða með vilja gert eða ekki…

en það sem ég var að pæla, hvort skiptir textinn eða takturinn meira máli hjá ykkur? hjá mér er það misjafnt.

flott lag getur verið eiðilagt með ömurlegum texta sem ekkert vit er í, eða að textinn er bara svo grunnur!
að sama skapi getur frábær texti verið dreginn langt niður vegna slapps takts eða lags.

mestmegnið af þessum ********* popp***** gefa ekkert nema skýt frá sér að mínu mati. auk þess semja þeir/þau/þær ekki einu sinni textana eða lögin sjálf í mörum tilvikum.
hvað hafiði oft heyrt þvælu einsog þetta:

“I wanna rock your body”
“Coz I luv ya, baby”
“oh babe, cant be without you, gotta have you”
!crap!
ef þú hefur ekki heyrt þetta, kveiktu á eff emm!
ef þú fýlar þetta og ert
Strákur - aflitaðu hárið, farðu í ljós og hondu civic, helst skærgula
Stelpa - jahh hvað á ég að segja? þið hafið einhverja afsökun þarna undir niðri frá öllum, veit ekki afhverju.


jæja, núna er ég búinn að fá smá útrás út á effemm fólk… (ég má eflaust búast við miklu böggi frá fólki núna, ef greinin verður samþykkt ;))

textar sem snerta mig eru að mínu mati lang bestir, ekki endilega afþví að þeir fljóta eitthvað endilega vel meðfran taktinum og melódíunni heldur vegna innihalds hans.
Það sem er mikilvægt er að hafa í huga er að það upplifa alls ekki allir sama lagið á sama hátt, ég set mig inn í aðstæður textans og lifi mig mjög oft inn í lagið. ég hugsa um hvernig lagið á við líf mitt þessa stundina, jafnvel það mikið að ég bresti í grát, bara í einrúmi uppí í bedda að slaka á :)

höfundar eins og:
Noel Gallagher (Oasis), John Lennon (Beatles of course), Cat Stevensm, Alanis Morisette, David Gray, Chris Martin (Coldplay), Eric Clapton og THOM YORKE (Radiohead)
fá mann til að hugsa þegar maður hlustar á tónlistina þeirra. ég set mig inn í aðstæður textanna, samsama þá við líf mitt þá studnina og vandræði/hamingju sem er í kollinum mínum og upplifi lagið á þann hátt.
það gerið þið eflaust mörg fleiri.

svo eru fleiri hljómsveitir einsog:
Sálin, Maus og Sigur Rós
sem heilla mann mikið.

ég hef fengið mikið diss útá það að fýla Sigur Rós,
“hvað heita lögin þeirra?” haha
“hvað heitir nýja platan?” haha
svaka fyndið, er löööngu hættur að taka inná mig skoðanir annars fólks á Sigur Rós og mínum tónlistasmekk.

málið með Sigur Rós er að það er eitthvað við þá, sem að ég get ekki svarað. Ég hef oft klökknað við að hlusta á tónlist þeirra, ég hef því miður aldrei hlotnast sá heiður að fá að sjá þá á tónleikum :( það gerist vonandi
(jóni og co, ef þið eruð að hlusta: spilið bráðlega í RVK :) mig dauðlangar að sjá ykkur í action :))

ég veit, á nýjustu plötunni þeirra voru engir textar, Jónsi söng þó snilldarlega inn á hana. Söngurinn féll inn í taktinn og frábærar melóíurnar. ótrúleg upplifun.
ef ég ýminda mér á einhvern hátt hvernig það er að frelsast, þá er það einsog þegar ég “skildi” plötuna fyrst almennilega
ég held að það se´enginn texti svo að fólk geti sett sig í textann sjálft, og búið til textann í hausnum, það kemur oft fyrir mig, ég “veit” oft hvað jónsi er að syngja, bara í hausnum á mér, ég bý til textann, fer út úr hausnum á mér, mjög skrýtin tilfinning.

nú er ég löngu kominn út fyrir efnið, set punktinn hérna!

nú vill ég bara fá að vita hvort einhver skilji mig eitthvað? bara pínu-pons?

endilega gefið mér álit ykkar.