Vegna anna frétti ég þetta ekki fyrr en í gærkvöldi og var illa sleginn.
Rætur rokksins liggja í tónlist Johnny Cash sem var náttúrulega frumrokkari. Hann var orðinn gamall og saddur lífdaga, en fáir sem engir menn komnir á þennan aldur virðist hafa jafn mikinn “sense” fyrir tónlist samtímans og Cash virðist hafa haft síðasta áratug eða svo. Fráfall hans virðist manni því vera ótímabærara en manni hefði kannski fundist miðað við aldur hans og heilsu.
Hann gaf út ferska tónlist kominn á grafarbakkann, hve margir aldraðir snillingar geta státað af því?
Svartklæddi maðurinn er kannski horfinn úr þessum heimi, en orðstýr, andi og tónlist hans heldur áfram svo lengi sem menn hlusta á tónlist.