Það hefur verið svoldil umræða um að gullaldartónlistin sé best og hún sé það eina sem lifir, þetta fer rosalega í taugarnar á mér. Það er ekki eins og mannkyninu hafi farið aftur í tónlistarsköpun, þessir snillingar: Lennon, Hendrix, Marley, Mercury og þessir gaurar, þeir eru allir dauðir og þetta eru ekkert meiri snillingar en þeir sem eru að búa til tónlist í dag.
Og mér finnst að þegar ungt fólk á uppleið hagar sér eins og gamalt fólk í tilvistarkreppu og lokar á allt það sem er í gangi í dag í tónlistarlífi, það finnst mér ekki sniðugt.
Ég er ekki á móti gömlu góðu tónlistinni, en að skjóta sig svona í fótin og segja að unga fólkið í dag sé ekkert miðað við dauða fólkið í gamla daga, það finnst mér ekki nógu gott.
Það eru aðrir tímar og fólk verður að sætta sig við það, og ef það fílar bara gamla góða stuffið þá er það frábært, þetta er frábær tónlist. En endilega vera opin fyrir öðru svona með það er fullt af nýju fersku dóti að gerast!
Verum hress og kát!
Kv. Svínki