Okkar ástsæli eða öllu heldur vansæli gimsteinn Megas var með tónleika á Grandrokk þann 23 ágúst síðasliðin, var ég þar staddur
ásamt ófríðu föruneyti mínu og ætluðum við að bera hið mikla og merka listamannsnafn berum augum. Mike Pollock var þarna staddur ásamt þeim tvíburum í Súkkat og voru þeir fínir. Mike í country stílnum sýnum að covera Hank Williams og kynna eitthvern disk sem hann er að fara að gefa út. Súkkat voru flottir og mjög þéttir, rokk af bestu gerð “Vont en það venst” olli miklum hamagang fyrir framan sviðið og létust 10 manns í þvögunni. Svo var komið að sjálfum kónginum, einosg allir vita þá tekur efri hæð Graðrokks rúma 70 þús áhorfendur eða svipað og Laugardalsvöllur. Hann mætti á sviðið með óstilltan gítar en lét það ekki á sig fá og spilaði falskar ljóðlínur sýnar til allra þeirra fögru fljóða sem girntust hans vöðvamikla líkama. Ég skildi valla orð sem kom út úr honum og ættu eiginlega að vera blöð út í sal fyrir svona bjána einsog mig sem kunna ekki íslensku! en ég þraukaði showið og fór loks út með leiðinda svip á brún því þetta var bara “lélegt” og var hann mjög illa haldinn sá gamli (58 ára).
Ég borgaði 1200 kr inn á þetta og fékk falskan gítar og “klappiti klast kaf saketi soooooo” í Mækinn, svo þetta var ekki besta fjárfestinn sem ég hef gripið. En “hey” Megas þú ert örugglega flottur ég á bara eftir að pæla meira í þér, ég geri það þegar þú ert dauður einosg flestir því það er svo gaman að pæla í dauðum listamönnum ekki satt?