Frábær stemning á Eminem Fyrsta ferðin á tónleika með einkaþotu var á Eminem laugardaginn 21. júní síðastliðinn. “Upplifunin og stemningin var ógleymanleg” að sögn eins vinningshafa. Fylgist nánar með umfjöllun um tónleikana í Séð og heyrt, á Popp Tíví eða í Hjartslætti á Skjá Einum næstu daga.



Tónleikarnir voru haldnir í The Bowl í Milton Keynes rétt fyrir utan London. Gist var á notulegu hóteli í litlu bresku þorpi skammt frá tónleikastaðnum. Vinningshafar ferðuðust um á “limmu” á meðan á ferðinni stóð og var á tímum mjög góð stemning í limmunni. Allt fæði og uppihald var innifalið og fóru vinningshafar tvisvar saman út að borða á flottum veitingastöðun á vegum Coca-Cola báða dagana.



Tónleikarnir með Eminem voru ekki af verri endanum því auk Eminem komu eftirfarandi fram:

Tim Westwood og Zane Low

Xsibit

Cypress Hill

50 Cent

D12 og

Obie Trice.
DJ Danni