spurningin er; Af hverju heldurðu þetta!?
ok, ég veit að allar útvarpsrásirnar, nema kannski radio-x og rás 2 svona af og til, spila bara það sem er frægt og innihaldslítið, en það þýðir ekki að það sé það sem landinn hlusti alla jafna á! ég, fyrir mitt leiti, hlusta aldrei á útvarpið, nema í vinnunni af því að ég kemst ekki hjá því nema loka eyrunum (sem ég hef líffræðilega ekki þróast upp í að geta…)
ég, vinir mínir og ættingjar hlustum á það sem okkur finnst eitthvað varið í, hvort sem það er rokk, metall, klassík eða hvað annað, nema ekki rapp, R&B eða popp! *ick..*
og íslenskt tónlistarlíf fer blómstrandi! í alvöru talað! málið er bara að kunna að leita að því, vita hvar það er að finna! auðvitað er fullt af leiðinlegum hljómsveitum hér og hvar, og flestar þær sem eru í sviðsljósinu eru það (nefni engin nöfn… *hóst!*búdrýgindi*hóst!*) en underground tónlistarmenningin er frábær að mér finnst!
trúðu mér, þú breytir ekki heiminum - þú breytir ekki hvað fm-hnakka fávitarnir hlusta á! en þú getur leitað þér að einhverju almennilegu að hlusta á sjálf(ur), og þegar öllu er á botninn hvolft, skiptir þá eitthvað annað virkilegu máli!? :)