Dashboard confessional


Fáir þekkja þetta nafn hér á landi. Og þeir sem þekkja það eru flestir á kafi í þannig tónlist, ‘underground’ tónlist sem lítið tíðkast hér á landi. En svona til að kynna fleirum þetta ætla ég að skrifa smá grein!

Dashboard Confessional samanstendur í rauninni bara af einum manni, Christopher Carrabba, sem semur, spilar og syngur öll lögin. Hann er frá Florida og byrjaði að hafa mikinn áhuga á tónlist eftir að honum áskotnaðist gítar 15 ára gömlum. Carrabba hefur spilað með nokkrum hljómsveitum, þá samt aðallega Further Seems Forever og The Vacant Andys. Ég hef aðeins heyrt í Further Seems Forever og er það frekar lík tónlist og Dashboard Confessional nema aðeins pönkaðari.

Dashboard Confessional flokkast án efa undir svokallað ‘emo rock’, sem ég held, en hef aldrei fengið svar við, að sé stytting á ‘emotional rock’. Tónlistin er sum sé væl! :) Sem er alls ekki vondur hlutur. Tónlistin er af sama meiði og t.a.m. Jimmy eat world og the Get up kids, sem eru að mínu mati með bestu emo hljómsveitum samtímans. Samt er Dashboard Confessional að mestu leiti Carrabba með gítarinn sinn að syngja acoustic lög beint frá hjartanu. Maður fær það á tilfinninguna að hann sé að dæla úr sér sínum innstu leyndarmálum svo að ‘vælið’ verður auðveldara að umbera! Í raun er þetta ein af fáum hljómsveitum sem ég er virkilega að fíla sem syngja bara um ástarsorg og þvíumlíkt.


Diskarnir sem komið hafa út með Dashboard Confessional eru;

So impossible (smáskífa) – 2001
The Places you have come to fear the most – 2001
Summer´s Kiss (smáskífa) – 2002
Dashboard Confessional Unplugged – 2002
Swiss Army romance – 2003 (endurútgáfan.. veit ekki hvenær fyrsta kom út, held að hún hafi komið út á undan ‘The Places you have come to fear the most’…)


Þess má geta að ‘Swiss Army Romance’ seldist mjög fljótlega upp og var hvergi hægt að finna eintak uns hann var endurútgefinn 2003.

Mæli með þessu fyrir alla sem vilja ‘tune’-a sig niður annað slagið og hlusta á eitthvað hugljúft en átakamikið! ;þ
"