Spaðarnir byrjuðu fyrst bara að leika sér að spila eitthvað
saman á hljóðfærin sín, voru eiginlega bara í svona
heimstónlistinni, samt var þetta eiginlega bara svona nokkurn
veginn heimatilbúið. Jæja, ætli þetta hafi ekki verið einhvern
tíma uppúr 1983, fyrir 20 árum sem þeir byrjuðu að spila, ekki
búnir að ákveða nafn samt strax. Hljómsveitin er skipuð
eftirtöldum 10 mönnum;

Aðalgeir Arason (mandólín)
Guðmundur Andri Thorsson (söngur)
Guðmundur Guðmundsson (gítar, óvirkur spaði vegna dvalar í
Afríku)
Guðmundur Ingólfsson (bassi)
Guðmundur Pálsson (fiðla)
Gunnar Helgi Kristinnsson (harmónikka)
Hjörtur Hjartarson (klarinett, rafgítar)
Magnús Haraldsson (gítar)
Sigurður Valgeirsson (trommur)
Sveinbjörn Baldvinsson (rafgítar)

Spaðarnir hafa gefið út 2 geisladiska; Ær og kýr og Skipt um
peru (sem að kom út núna fyrir stuttu), og einnig hafa þeir
áður gefið út 3 segulbandsspólur. Spaðarnir hafa gert mjög
skemmtileg lög að mínu mati og semja frábæra texta. Ég ætla
að gefa ykkur dæmi um texta Spaðanna, ,,Ó grátklökku tónar,
mér vísið nú veg. Hve sárt er í sorginni að týnast. Svo heyrið
þið lagið og haldið að ég sé að grínast.“ (Úr laginu
,,Skáldaraunir” af disknum ,,Ær og kýr“) og ,,Ég man hvað mér
leiddist að ganga um í Róm, og lepja einhver gömul vín úr
belg” (Úr laginu ,,Heima er bezt“ af disknum ,,Skipt um peru”).
Ekki skil ég hvað hefur gert lagið Obb bobb bobb svona frægt
en það hefur mikið verið spilað núna undanfarið í útvarpi. Þeir
hafa haldið sína reglulegu tónleika með árs millibili, ég er
ekki alveg klár á því síðan hvenær. Ef þið hafið gaman af
svona tónlist þá ættuð þið að hlusta á Spaða.


Kveðja, Hugi3000