Alanis Nadine Morissette fæddist þann 1. júní árið 1974. Hún og tveir bræður hennar voru alin upp í Ottawa, Kanada af Fransk-Kanadískum og Ungverskum foreldrum. Þegar hún var 10 ára fékk hún hlutverk í vinsælum sjónvarpsþætti, „You Can’t Do That On Television“ og tók upp sína fyrstu smáskífu, „Fate Stay With Me.“ Hún eyddi unglingsárum sínum í að koma fram um allt Kanada land og syngja „O Canada“ á íþróttaviðburðum og kom jafnvel fram í „Star Search.“
Öll vinnan skilaði sér og þegar Alanis var 14 ára fékk hún plötusamning hjá MCA/Canada. Fyrsta platan hennar, „Alanis“ var safn af dans-popp lögum og kom út árið 1991 og varð gullpata í Kanada. Sama ár vann hún Juno verðlaun (Grammy verðlaunin í Kanada.)
Næsta plata Alanis kom út árið 1992 en hún fékk heitið „Now Is The Time.“ Hún var tekin upp og gefin út áður en hún útskrifaðist úr skóla. Þetta var líka blanda af dans-poppi en hún seldist helmingi minna en fyrsta platan og þegar Alanis var 17 ára leit allt út fyrir að tónlistarferill hennar væri á enda.
Eftir skólann ákvað hún að flytja til Los Angeles. Þar hitti hún lagahöfundinn/framleiðandann Glen Ballard, sem var þekktur fyrir að vinna með Michael Jackson, Paulu Abdul og Wilson Phillips. Glen fékk Alanis til að verða dimmari og dularfyllri í tónlistinni og því fór hún úr frekar venjulegum ungling í sjálfskyggna unga konu.
„Flest lögin eru tileinkuð sjálfum mér,“ segir hún þegar hún vann með Glen Ballard.
Útkoman var send til margra útgáfufyrirtæka og á endanum samþykkti Maverick samning við hana og „Jagged Little Pill“ var gefin út sumarið 1995. Gullpata varð hún og smáskífan „You Oughta Know“ náði Top 10. Aðar smáskífur eins og „Hand In My Pocket,“ „All I Really Want“ og „Ironic“ urðu líka vinsælar og platan var vinsæl í heil tvö ár og seldist í um 15 milljón eintökum.
Alanis fékk heilan helling af verðlaunum, þ.m. Grammy verðlaun fyrir Besta Platan, Besta Kvenkyns Rokk Söngkonan, Besta Rokklagið og Besta Rokk Platan.
Í nóvember árið 1998 gaf hún svo út plötuna „Supposed Former Infatuation Junkie.“ Sú plata náði ekki eins miklum vinsældum og fyrri plöturnar en gekk samt ágætlega.
Ári síðar kom út „Alanis Unplugged,“ þar sem hún kom fram með aðeins kassagítar á MTV Unplugged. Eftir það tók hún sér nokkra ára frí en kom aftur í sviðsljósið árið 2002 með plötuna „Under Rug Swept.“ Alanis hætti að vinna með Glen Ballard og samdi plötuna algjörlega sjálf. Útkoman var góð, aðeins rólegri en ennþá rokkuð.