Ég senti inn grein um Jimmy Page í gær og mér datt í hug.. Tjja.. Af hverju ekki bara senda inn grein um hina líka? Þar sem að þeirra er styttra ákvað ég að setja þá alla saman..
———————–
Robert Plant
Robert Anthony Plant fæddist 20.ágúst 1948 í Vestur Bromwich, Staffordshire og ólst upp í bænum Kidderminster. Þegar hann var 15 ára, hætti hann í skóla til að sinna tónlistinni. Robert fór í ýmsar hljómsveitir eins og The New Mempis Bluesbreakers, The Black Snake Moan, The Delta Blues Band og The Crawling King Snakes. Árið 1966 safnaði Robert saman í hljómsveit, hún kallaðist Listen, hún tók upp nokkur lög fyrir CBS. Næsta hljómsveit Roberts var The Band Of Joy, John Bonham var einnig í henni. Þeir voru vinsælir á svæðistónleikum en náðu ekki að semja við neitt plötufyrirtæki og hætti sú hljómsveit árið 1968. Robert fór að vinna með blús goðinu Alexis Korner í nokkra upptökutíma í ágúst 1968, og á meðal þess að vera í hljómsveitinni Hobbstweedle. Einn dag seint í ágúst 1968 komu Jimmy Page og Peter Grant til að sjá Robert koma fram í kennaraháskóla í Birmingham. Robert giftist Maureen Wilson 9.nóvember 1968, þau höfðu þá þekkst í tvö ár. Þau áttu 3 börn samtals, dóttur sem fæddist 21.nóvember 1968 og var skírð Carmen Jane og tvo syni, Karac, sem dó í júlí 1977 af magasýkingu og Logan Romero sem fæddist 21.janúar 1979.
Eftir að Led Zeppelin hætti, stofnaði Robert nýja hljómsveit árið 1981 sem bar heitið The Honeydrippers og var með nokkrum R&B tónlistarmönnum. Þeir höfðu nokkra lítið áberandi tónleika í Englandi í mars - júní 1981. Með Robbie Blunt, útbjó Robert Plant efni fyrir sína fyrstu sólóplötu Pictures At Eleven, sem var gefin út 28.júní 1982. Seinni plata Roberts var Principle Of Moments var gefin út 11.júlí 1983 og hann fór á tónleikaferðalag til að kynna hana á Austurlöndunum, Bandaríkjunum og Englandi seinni helminginn af árinu 1983 og snemma á árinu 1984. í mars 1984 fór Robert í upptökuver hjá Atlantic og tók upp Honeydrippers Vol One og Jimmy Page lék í tveimur af lögunum. 18.janúar 1985 endurbætti Robert The Honeydrippers til þess að leika á góðgerðartónleikum í Monmouth. Þriðja albúmið Shaken ‘n’ stirred var tekin upp og gefin út 20.maí 1985, þá komu orðrómar á kreik að Led Zeppelin væri að fara að byrja aftur saman og það flækti sólóferil Roberts. Seint á árinu 1987 tók Robert upp sitt fjórða sólóalbúm Now And Zen og gaf það út 29.febrúar 1988. Hann hafði nýjar hugmyndir um hljómsveitarmeðlimi í nýju hljómsveitina sína og þeir fóru á tónleikaferðalag um Bandaríkin og England árið 1988. Í desember 1989 spilaði Robert á góðgerðartónleikum. 10.janúar 1990 kom út 5 breiðskífa kappans og bar hún heitið Manic Nirvana og hann fór á túr um Evrópu og um Bandaríkin og á stuttan túr í Englandi í desember og janúar 1991. Árið 1992 var rólegt fyrir Robert, hann lék á nokkrum tónleikum og kom fram á tónleikum um minningu Freddie Mercury ásamt fleirum 20.apríl 1992. Fate Of Nations var gefinn út 27.maí 1993 og voru tónleikaferðalög í kjölfarið. Robert spilaði með Def Leppard 6.maí 1993. Robert kom fram á tónleikum í minningu Alexis Korner 17.apríl 1994 með Jimmy Page í ágúst 1994 var tekinn upp þáttur fyrir MTV um Led Zeppelin. Árið 1995 var gefinn út Tribute diskur til Led Zeppelin og söng Robert inná hann, var diskurinn nefndur Encormium, og söng Tori Amos einnig inn á lagið Down By The Seaside. Efnið var samið af Jimmy Page. Jimmy Page og Plant fóru á tónleikaferðalag árið 1998. En Robert tók sér frí árið 1999. Robert stofnaði svo nýja hljómsveit árið 2001 sem fékk heitið Strange Sensations.
—————————-
John Paul Jones
John Paul Jones fæddist sem John Baldwin 3.janúar 1946 í Sidcup, Kent. Báðir foreldrar hans voru tónlistarmenn, faðir hans var píanóleikari og skipuleggjari fyrir stórar hljómsveitir og móðir hans var söngkona og dansari. Hann lærði að spila á píanó ungur að aldri. Hann fór fljótlega að taka orgel tíma og spilaði í kirkjunni sinni. Þegar hann var 14 ára, byrjaði hann að spila á bassa gítar. Faðir hans vildi að hann léki á saxófón af því að, eins og John sagði frá “He said…I'd never starve.” (Fyrir þá sem ekki skilja þýðir þetta, “Hann sagði…Að ég mundi aldrei svelta.”) Hann stofnaði hljómsveit í heimavistarskólanum sínum og hann og faðir hans komu fram sem dúett á hátíðunum. Hann hætti í skóla 17 ára og fór í áheyrnarprufu fyrir Jet Harris og Tony Meehan, sem voru að stofna hljómsveit. Hann var ráðinn sem bassaleikari þeirra og hljómsveitin fór á tónleikaferðalag með John Paul í ár eða svo, spilandi tónlist eins og hljómsveitir eins og Blood, Sweat and Tears og Chigaco mundu spila nokkrum árum síðar. John Paul byrjaði að fara á samkomur um 1964, og næstu fjögur árin, tók hann upp fyrir næstum alla frá Lulu til The Rolling Stones. Hann gaf út sitt eigið lag í apríl 1964, sem bar heitið Baja. Á meðan hann var að taka upp fyrir Donovan, heyrði hann um Jimmy Page, vinsælan setu gítarleikara, talandi um að stofna nýja hljómsveit. Eiginkona hans Mo sannfærði hann um að hringja í Jimmy Page um að fá að vera bassaleikarinn. Þar sem tveir fyrstu valkostir Jimmy um bassaleikara voru ekki viðlátnir, samþykkti hann að taka John inn í nýju hljómsveitina.
Eftir Led Zeppelin, tók John Paul við mest lágu stöðunni af eftirlifandi meðlimunum, einbeitti sér aðallega í að framleiða og skipuleggja fyrir hljómsveitir eins og The Misision árið 1987, R.E.M. árið 1992, Ben E. King 1986, Cinderella 1990, The Butthole Surfers 1992 og Peter Gabriel árið 1992. 7.desember 1983 gerði hann aukalag og flutning með Robert Plant fyrir Little Sister. John Paul samdi titillag myndarinnar Scream For Help, sem var gefin út 22.mars 1985. Hann slóst í för með Jimmy Page og Robert Plant á tónleikum 15.júlí 1985 og afutr 14.maí 1988 á 40.ára afmælishátíð Atlantic Records. Í september 1993, steig hann á svið með Lenny Kravitz á MTV verðlaunahátíðinni, með lagið Are You Gonna Go My Way. Í ágúst 1994, spilaði John á nokkrum tónleikum með Heart og gekk í hljómsveitina og þeir gáfu út live geisladisk. Seint á árinu 1994 fór John Paul í hljómsveitina Diamanda Galas á stuttum Evróputúr og á túr um Bandaríkin í nóvemeber 1994. Árið 1998 byrjaði John Paul að vinna að sínum eigin sólódisk, sem fékk heitið Zooma. John Paul fór á tónleikaferðalag um Bandaríkin, Evrópu og Japan út árið 1999 og í byrjun ársins 2000, með góðum viðbrögðum.
————————–
John Henry Bonham
John Henry Bonham fæddist 31.maí 1948 í Redditch, Worchestershire. Foreldrar hans hétu Jack og Joan. Hann átti tvö yngri systkini, Michael og Debbie. Hann var kjagari, hann barði á potta og pönnur hjá móður sinni, þetta merkti nú að hann vissi framtíðaráform sín ungur að aldri. Hann fékk eina trommu þegar hann var 10 ára gamall og þegar hann var 15 ára var hann kominn með heilt trommusett. Þegar hann var 17 ára, giftist hann Pat, sem hann hafði hitt í grunnskóla. Fjárráð þeirra voru þröng í byrjun og um tíma hætti John að reykja til að fá aukapening. John fékk fljótt á sig orð frá bar eigendum að vera hávær trommari. Sumar hljómsveitirnar sem John var í hétu Terry and The Spiders, A Way Of Life, Crawling King Snakes (Sú var einnig með Robert Plant), The Nicky James Movement, Steve Brett, The Mavericks og The Band Of Joy. The Band Of Joy entist frá 1966-68, að lokum túraði hún um England. Eftir að The Band Of Joy hætti snemma á árinu 1968, þáði John Bonham trommarastöðuna í hljómsveit fyrir Tim Rose. Í ágúst 1968, eftir að Robert Plant hafði mælt með John Bonham, komu Jimmy Page og Peter Grant til að hlusta á hann spila í Oxford og sendu ekki minna en 40 símskeyti til John áður en hann þáði stöðuna sem trommarinn. Eftir 12 ár í Led Zeppelin, dó John Bonham 25.september 1980 í Windsor, Englandi eftir að hafa drukkið of mikið nóttina áður. Hann dó áfengisdauða og kafnaði í eigin ælu.
—————
Ég vona að þið hafið haft smá gagn og gaman af þessu :)