Jimmy Page heitir fullu nafni James Patrick Page, hann fæddist 9.janúar árið 1944 í Heston, Middlesex.
Móðir hans var ritari á læknastofu og faðir hans var yfirmaður iðnaðar starfsmanna. Jimmy eyddi fyrstu árunum sínum á sveitabýli frænda síns sem var í Northamptionshire, en svo flutti fjölskylda hans til Epsom, Surrey þegar hann var 8 ára gamall. Æska hans var frekar dæmigerð, en þegar hann var 12 ára, breyttist líf hans að eilífu þegar hann heyrði “Baby, Let's Play House” með Elvis Presley.
Hann fékk sér spænskan gítar og fór í nokkra gítartíma og skellti sér í gítartíma, eftir nokkra gítartíma var hann orðinn alveg eldklár enda mikill áhugi fyrir hendi. Foreldrar hans kvöttu hann áfram í tónlistinni. Þegar hann var 15 ára gamall, gekk hann í hljómsveitina Neil Christian and the Crusaders eftir að Neil sá hann spila í danshöll í Epsom. Hann fór á tónleikaferðalag í tvö ár þangað til að hann fékk háan hita og það neyddi hann til að hætta. Svo fékk hann inngöngu í listaskóla í Sutton, Surrey. Þar var hann í 18 mánuði, en hann var ennþá á fullu inn í tónlistinni og hann og félagar hans hittust einmitt oft og spiluðu saman. Jimmy stoppaði stutt við í mörgum hljómsveitum, til dæmis The Cyril Davies All Stars, Carter Lewis and the Southerners og The Mickey Finn og bráðlega varð Jimmy Page mjög eftirsóttur í London, hann lék fyrir tónlistarmenn eins og Burt Bacharach, PJ Proby, The Who, The Kinks, Herman's Hermits, Donovan, Brenda Lee og Lulu.
Árið 1965 var haft sambandið við hann og beðið hann um að koma í hljómsveitina The Yeardbirds, en í staðinn mælti Jimmy með Jeff Beck. Seinna það sama ár tók Jimmy upp sitt eigið lag, “She Just Satisfies”, og með “Keep Moving” á B-hliðinni. Jimmy Page vann einnig með ekki ómerkari mönnum en Eric Clapton á þessum tíma, hjálpaði honum að taka upp fullt af lögum. En Jimmy varð þreyttur á þessari setuvinnu þannig að hann gekk í hljómsveitina The Yardbirds, í þetta skipti sem bassa og gítarleikarinn, eftir að fyrrverandi bassaleikarinn Paul Samwell-Smith hætti í hljómsveitinni. Jimmy fór svo að spila á gítarinn ásamt Jeff Beck sem spilaði einnig á gítar í hljómsveitinni, Chris Dreja fór svo að spila á bassann. Þessi spenna varði stutt af því að í lok ársins 1966 gat hljómsveitin ekki unnið lengur með Jeff Beck og ráku þeir hann þess vegna úr hljómsveitinni. Aðeins seinna fengu þeir umboðsmann, Peter Grant. Ánægjudagar The Yardbirds voru löngu horfnir og í byrjun ársins 1968 ákváðu þeir að hætta. Þar sem að það var búið að bóka hljómsveitina á nokkra staði þurfti Jimmy snögglega að setja saman nýja hljómsveit. Jimmy datt Terry Reid fyrst í hug sem söngvari hljómsveitarinnar en Terry var á samningi og gat þess vegna ekki farið í aðra hljómsveit. En Terry stakk uppá Robert Plant, sem var í hljómsveit sem bar heitið Hobbstweedle. Í ágúst árið 1968, fóru Jimmy Page og Peter Grant til að sjá Robert koma fram í kennaraháskóla. Jimmy bauð Robert heim til sín í húsið sitt í Pangbourne til að ræða hugmyndir um að stofna nýja hljómsveit. Þrátt fyrir að Jimmy hafði ákveðnar tillögur um trommara fyrir hljómsveitina var Robert harðákveðinn í að hann vildi fá John Bonham fyrir trommara í hljómsveitinni og gekk það eftir. John Paul Jones hafði samband við Jimmy um að fá að vera bassaleikarinn. Eftir 3 vikur af stanslausum æfingum fór hljómsveitin til Skandinavíu til að leika á helling af tónleikum. Svo breyttist mánuði síðar nafnið The Yardbirds í Led Zeppelin.
Led Zeppelin urðu mjög frægir og áttu hvern annan smellinn á fætur öðrum. Eitt frægasta lagið með þeim er “Stairway To Heaven”. En hljómsveitin gaf upp laupana í desember árið 1980 eftir að trommarinn, John Henry Bonham, hafði látist í september það sama ár.
Nokkra mánuði eftir lát John Bonham snerti Jimmy ekki gítarinn. Fyrsta endurkoma hans á svið var 10.mars árið 1981 þegar hann spilaði með Jeff Beck. Hann eyddi næstu mánuðum heima hjá sér í stúdíói þar sem að hann var að undirbúa 10 geisladisk Led Zeppelin, sá fékk heitið “Coda” og sá kom út 19.nóvember 1982. Einnig samdi hann titillagið fyrir kvikmyndina Death Wish II. Ekki mikið seinna lék hann með Robert Plant og Eric Clapton á tónleikum. Svo lék hann á góðgerðartónleikum árið 1983 og varð það til þess að hann fór á stuttan túr þar sem hann lék á 10 tónleikum.
Árið 1984, kom Jimmy fram á tónleikum ýmissa hljómsveita sem gestur. Snemma það sama ár, stofnaði Jimmy hljómsveit með söngvaranum Paul Rodgers og sem hafði að lokum Tony Franklin á bassanum og Chris Slade. Hljómsveitin æfði sig undir nafninu The McGregors, en byrjaði að túra um Evrópu 29.nóvember 1984 og bar þá heitið The Firm. The Firm gaf út tvær plötur, The Firm og Mean Business, á næstu tveimur árum og fór á tónleikaferðalög um Bandaríkin og England. Á þessum tíma, hittust þeir félagar, Jimmy Page, Robert Plant og John Paul Jones og spiluðu saman nokkrum sinnum.
Í janúar 1986 voru þeir þrír að æfa saman og komst á kreik orðrómur um að Led Zeppelin myndi byrja aftur, en þó féllu þær sögusagnir niður.
Árið 1988, spiluðu þeir þrír saman í Hammersmith Odeon 17.apríl, og þeir spiluðu gamla Led Zeppelin smelli. Og einnig aftur þegar Atlantic Records varð 40.ára, var það haldið í Madison Square Garden 14.maí. Í kjölfar þessa fór Jimmy að vinna að annarri hljómsveit, með John Miles sem söngvara, Jason Bonham á trommum og Durban Laverde á bassa. Outrider nefnist platan sem þeir gáfu út og fóru þeir á tónleikaferðalag um England og Bandaríkin seint á árinu 1988.
Árið 1989 spiluðu Robert Plant, John Paul og Jimmy Page smana í 21.árs afmæli Carmen, dóttur Roberts og aftur þegar Jason Bonham gifti sig árið 1990. Það sama ár spilaði Jimmy Page með Bon Jovi á góðgerðartónleikum. Seinna sama ár spiluðu hann og Robert saman á verðlaunahátíð og tóku lögin “Wearing And Tearing”, “Misty Mountain Hop” og “Rock And Roll”. Jimmy spilaði svo með Aerosmith tvisvar sinnum í ágúst árið 1990. Jimmy setti svo saman fjögurra diska safn með Led Zeppelin lögum ásamt Remasters sem eru tveir diskar, var þetta gefið út í október 1990.
Var hann Jimmy svo tekinn inn í The Rock And Roll Hall Of Fame ásamt The Yardbirds 10.janúar 1992. Árið 1993 tók Jimmy upp albúm með David Coverdale. Seinna það ár gaf Jimmy svo út 34 lög sem voru ekki á Remasters.
Í ágúst 1994 var hafin myndataka fyrir þátt á MTV. Nýjar útgáfur af gömlum Led Zeppelin lögum komu fram ásamt nýlegum lögum. Og út frá því kom út albúm. Þátturinn kom út 14.október 1994.
Svo árið 1996 var Led Zeppelin tekin inn í The Rock And Roll Hall Of Fame. Jimmy rokkaði með Robert Plant, John Paul, Jason Bonham, Steven Tyler og Joe Perry úr Aerosmith, Neil Young, Charlie Jones og Michael Lee.
21.apríl 1998 var Walking Into Clarksdale gefin út en það var fyrsta albúm Jimmy Page og Robert Plant sem var gefin út í 20 ár. Þeir fóru á tónleikaferðlag 1998.
Svo seinna lék Jimmy undir hjá Puff Daddy í lagi sem heitir Come With Me, endurgerð tónlist úr laginu Kashmir, þetta var titillag myndarinnar Godzilla.
Jimmy og Robert tóku svo upp annað lag saman sem fékk heitið “There's A Hole In My Pocket” sem kom út um vorið 2000.

————————

Ég veit að þetta er frekar löng grein.. Ég efast um að þið hafið nennt að lesa hana alla. En ég þakka fyrir mig =)