Alþýðutónlist er sambland af tónlist og hreyfingu sem auðkenna ákveðið land þ.e. ákveðinn stíl, form, blær og oft eru ákveðin hljóðfæri auðkennandi fyrir landið.
Ákveðnir dansar eru oftast tengdir tónlist landanna.
Þetta er tónlist sem á sér hefð í landinu og hefur verið til svo lengi sem menn muna.
Ungverjaland
Það má segja að Ungverjar hafa gert meira en aðrar þjóðir í Evrópu til að varðveita tónlist alþýðunnar og rannsaka hana.
Það er ekki síst að þakka tónskáldum þeirra, Béla Bartok og Zoltán Kodaly sem byrjuðu að safna ungverskum þjóðlögum skömmu eftir aldamótin 1900.
Ungverskum þjóðlögum má skipta í þrjá aðalflokka eftir stíl þeirra og formi.
Í fyrsta flokki eru svokölluð lög í gömlum stíl,í þessum flokki eru mörg lög sem tengd eru gömlum venjum og atvinnuháttum.
Áberandi formeinkenni er að síðari hluti lagsins er eins og fyrri hlutinn en 5 tónum neðar.
Í öðrum flokki eru þjóðlög í svokölluðum nýjum stíl.
Það sem einkennir þennan flokk er að miðhendingarnar tvær eru sungnar 5 tónum ofar en upphafið og endirinn.
Í þriðja flokknum eru ýmis önnur lög sem ekki er hægt að setja í gamla eða nýja stílinn.
Þau hafa annað form og eru margvísleg.
Algengasta alþýuðuhljóðfærið í Ungverjalandi er strengahljóðfæri sem nefnist sítar.
Hann er til í mörgum stærðum og gerðum.
Kassinn er þunnur og aflangur að lögun og ofan á honum eru strengir, oft allt að 6 talsins eða fleiri.
Fleiri hljóðfæri eru einkennandi fyrir ungverska alþýðutónlist má þar nefna tréflautur, sekkjapípu, lírukassa og horn.
Sígaunar
Sérstakur þáttur í Ungverjalandi er tónlist Sígaunanna.
Sígaunar eru þjóðflokkur sem lifir dreifður um mörg lönd í Evrópu en upphaflega eru þeir komnir austan af Indlandi.
Sígaunar hafa skapað sér sérstakan tónlistarstíl sem er auðþekkjanlegur.
Oft á tíðum eru áberandi aðrir tónstigar en þeir sem við eigum að venjast í tónlist á Vesturlöndum.
Cimabo er ómissandi hljóðfæri í sígaunahljómsveitum.
Það er strengjahljóðfæri með stórum þunnum hljómkassa og fjölmörgum strengjum ofan á .
Kv,
Agatha
————————————————-