Steve Vai er örugglega einn frægasti og besti soló-gítarleikari heims. Oft þegar frægir gítarleikarar telja upp sína uppáhalds gítarleikara er Steve Vai einn af þeim.
Steve Vai hefur verið í mörgum hljómsveitum og í þessari grein ætla ég að segja smá um þær o. fl.
Hot Chocolate.
Þessi hljómsveit var stofnuð árið 1967 þegar Steve var um 10 ára aldur. Meðlimir hennar voru: Steve Vai (trommur, söngur) og systir hans Lillian Vai (gítar, söngur). Hann samdi sitt fyrsta lag, Hot Chocolate, í þessari hljómsveit en hljómsveitin var ekkert of avarleg enda tveir krakkar að spila við lög á plötum.
The Ohio Express.
Þessi hljómsveit var stofnuð árið 1971 en ekki af Steve. Hann byrjaði í henni árið 1972 og meðlimir hennar voru: Frank Stroshol (gítar, söngur), Steve Vai (hljómborð, gítar, söngur), Mike Herlihy (trommur, söngur) og Phil (bassi). Hann byrjaði að spila á gítar í þessari hljómsveit eftir að hafa séð gítar hjá hljómsveit sem var í sama skóla og hann (Rayge). Hann var með svo lítið sjálfsálit að honum fannst hann ekki eiga skilið að vera nálægt þessum gítar né hljómsveitinni. Síðan keypti hann sinn fyrsta gítar af vini sínum, Richard Jankowski, á 5 dali. Þetta var rauður gítar með mörgum tökkum, eða það fannst honum. Hann og vinur hans, Frank Stroshol, byrjuðu að sækja gítartíma hjá Joe Satriani en sögðu engum frá, í ótta um að einhver myndi gera grín af þeim. Svo einhvertímann þegar hann var í skólanum spilaði hann smá á gítarinn í sal í von um að enginn myndi heyra en eftir að hafa spilað smá sneri hann sér við og sá um 50 krakka horfandi á hann með galopinn munninn af aðdáun. Svo hætti hljómsveitin því að þeir misstu æfingahúsnæðið.
Circus.
Þessi hljómsveit var stofnuð einhverntímann stuttu eftir The Ohio Express. Meðlimir hennar voru: Craig Kolkabeck (söngur), Doug Martinez (trommur), John Sergio (bassi), Steve Vai (gítar) og Billy (gítar). Þessi hljómsveit var aðeins alvarlegri en hinar tvær og vinur hans John Sergio kom honum í hljómsveitina. Í þessari hljómsveit spilaði Steve fyrst opinberlega, en það var einmitt í framhaldsskólanum hans, Carle Place High School. Eftir nokkurn tíma ákvað hinn gítarleikarinn, Billy, að hætta ef Steve myndi ekki hætta. Steve vildi ekki hætta svo að Billy hætti. Steve hafði ekkert á móti því enda fékk hann nú að gera fleiri sóló. Síðan ákvað trommarinn, Doug Martinez, að gera það sem Billy hafði gert og þá leituðu Steve og John annað eftir nýrri hljómsveit.
Rayge.
Já, þetta var hljómsveitin úr skólanum hans sem hann “dýrkaði”. Það varð laus staða í hljómsveitinni og Steve komst inn í hana. Meðlimir hennar voru: Barry Calavagna (söngur), Steve Vai (gítar), Jackie Leason/Dave Giacone (trommur) og Rob Nese (bassi). Hann fíflaðist mikið með þessari hljómsveit s.s. eyðilaggði bíla, varð handtekinn, missti sveindóminn og lenti í slag. Þeir spiluðu í partíum og út um allt, klæddust leðri, voru með tattú og eyrnalokka. á þessum tíma var Joe Despagni besti vinur hans og voru þeir næstum alltaf saman.
Bold As Love.
Þessi hljómsveit var stofnuð árið 1977 og var Jimi Hendrix cover hljómsveit. Meðlimir hennar voru: Steve Vai (gítar), Jimmy Thomas (bassi) og Billy Sullivan (trommur). Þessi hljómsveit gerði ekki mikið enda bara “cover band”.
Axis.
Þessi hljómsveit var stofnuð árið 1978 og meðlimir hennar voru: Steve Vai (gítar), Dave Rosenthal (hljómborð, gítar), Eddie Rogers (trommur) og Stu Hamm (bassi). Þessi hljómsveit var stofnuð af Steve í Berklee School of Music og hann samdi mikið af tónlst sem kom seinna á plötunni “Flex-Able”. Hún hætti síðan ári eftir.
Morning Thunder.
Þessi hljómsveit var önnur hljómsveitin sem Steve stofnaði í Berklee School of Music. Meðlimir hennar voru: Steve Vai (gítar), Dave Rosenthal (hljómborð, gítar), Eddie Rogers (trommur) og Randy Coven (bassi). Þessi hljómsveit var stofnuð árið 1979 og var einskonar framhald af Axis enda allir sömu meðlimir nema einn. Hljómsveitin spilaði á nokkrum tónleikum en gaf ekkert út.
Frank Zappa.
Það eina sem ég veit um þessa hhljómsveit er að þetta var fyrsta alvöru hljómsveit Steve´s og hann var í henni frá árinu 1980 til ársins 1982 og meðlimir hennar voru 1980: Frank Zappa (gítar, söngur), Tommy Mars (hljómborð, söngur), Ike Willis (gítar, söngur), Ray White (gítar, söngur), Bob Harris (hljómborð, söngur), Dave Logeman/Vinnie Colaiuta (trommur), Steve Vai (gítar, söngur) og Artur Barrow (bassi).
1981: Frank Zappa (gítar, söngur), Tommy Mars (hljómborð, söngur), Ray White (gítar, söngur), Bobby Martin (hljómborð, söngur), Chad Wackerman (trommur), Steve Vai (gítar, söngur) og Scott Thunes (bassi).
1982: Frank Zappa (gítar, söngur), Tommy Mars (hljómborð, söngur), Ray White (gítar, söngur), Bobby Martin (hljómborð, söngur), Chad Wackerman (trommur), Steve Vai (gítar, söngur) og Scott Thunes (bassi).
The Out Band.
Þessi hljómsveit stóð í stuttan tíma enda bara nokkrar æfingar og einir tónleikar. Meðlimir hennar voru: Steve Vai (gítar), Stu Hamm (bassi), Guy Mann Dude (trommur), Doug Cameron (fiðla).
The Classified
Þessi hljómsveit var stofnuð árið 1984 og voru nokkrir tónleikar og svona en hætti mjög fljótt. Meðlimir hennar voru: Steve Vai (gítar, söngur), Stu Hamm (bassi, söngur), Tommy Mars (hljómborð, söngur), Mike Barsimanto/Chris Frazier (trommur) og Sue Mathis (hljómborð o. fl.).
777
Þessi hljómveit var stofnuð árið 1984 og meðlimir hennar voru Steve Vai (gítar), Stu Hamm (bassi) og Chris Frazier. Þeir voru oft kallaðir “The power trio from Venus” en gerðu ekki mjög mikið.
Alcatrazz
Steve Vai kom í þessa hljómsveit árið 1985, rétt eftir að Yngwie Malmsteen var rekinn úr henni. Hann þurfti að læra næstum öll lögin þeirra á einum degi fyrir fyrstu tónleika hans með Alcatrazz. En enginn af áheyrendunum vissi að Yngwie hefði verið rekinn þannig að Steve var ekki beint fagnað á sviðinu. Hann gerði eina plötu með þeim, Disturbing The Peace. Meðlimir hennar voru á þeim tíma: Graham Bonnet (söngur), Steve Vai (gítar), Gary Shea (bassi), Jimmy Waldo (hljómborð) og Jan Uvina (trommur).
David Lee Roth.
Steve var í þessari hljómsveit á árunum 1985-1989 og með henni varð hann eiginlega first frægur. Meðlimir hennar voru: David Lee Roth (söngur), Steve Vai (gítar), Gregg Bissonette (trommur) og Billy Sheehan (bassi) en síðan kom Matt Bissonette í staðinn fyrir hann árið 1988.
Whitesnake
Í þessari hljómsveit varð Steve almennilega frægur og hvað getur maður sagt… hún varð fræg! Meðlimir hennar voru: David Coverdale (söngur), Steve Vai (gítar), Adrian Vandenberg (gítar), Rudy Sarzo (bassi) og Tommy Aldrige (trommur). Hann var í henni árið 1990.
Vai.
Hér byrjar svo sólóferill hans…
Meðlimir á plötu: Devin Townsend (söngur), Steve Vai (gítar), TM Stevens (bassi) og Terry Bozzio (trommur).
Meðlimir á “túr”: Devin Townsend (söngur), Steve Vai (gítar), Scott Thunes (bassi), Will Riley (hljómborð) og Abe Laboriel Jr./Toss Panos (trommur). Hann gaf út plötu, Sex & Religion, og hljómsveitin hét Vai frá árinu 1992 til ársins 1994 en breyttist svo í Steve Vai.
Steve Vai.
Meðlimir árið 1995: Steve Vai (gítar), Will Riley (hljómborð), Chris Frazier (trommur) og Tony Pimental/Scott Thunes (bassi).
Meðlimir árin 1996-1999: Steve Vai (gítar, söngur), Mike Keneally (gítar, söngur), Philip Bynoe (bassi, söngur) og Mike Mangini (trommur).
Meðlimir árið 2000: Steve Vai (gítar, söngur), Mike Keneally (gítar, hljómborð, söngur), Dave Weiner (gítar), Philip Bynoe (bassi, söngur), Mike Mangini (trommur), Eric Goldberg (hljómborð) og Chris Frazier (trommur).
Meðlimir árin 2001-2002: Steve Vai (gítar), Billy Sheehan (bassi, söngur), Mike Keneally/ Tony MacAlpine (gítar, hljómborð, söngur), Dave Weiner (gítar) og Virgil Donate (trommur).
Árið 1986 lék hann “gítarleikara djöfulsins” í myndinni Crossroads og tók hann nokkur sóló á móti Ry Cooder. Ég hef því miður ekki séð þessa mynd en mig langar geðveikt mikið í hana!
Lögin sem hafa haft mestu áhrif á hann um tíðina eru:
Ballad Of Dwight Fry - Alice Cooper,
Midnight – Jimi Hendrix,
The Black Page – Frank Zappa,
Freak On A Leash – Korn,
Come On Up To The House – Tom Waits,
Cause We’ve Ended As Lovers – Jeff Beck,
Jet Song – Russ Tamblyn,
Heartbreaker – Led Zeppelin,
Ogre Battle – Queen og
Condition Of the Heart – Prince.
Steve Vai notar helst Ibanez 7-strengja gítara, en sérstaklega Ibanez JEM7V, Ibanez JEM7D og IbanezUV777 (www.ibanez.com).
Hann er núna að túra með Joe Satriani og John Petrucci og þeir kalla sig G3. Eric Johnson hefur líka túrað með þeim Steve og Joe sem G3.
Heimasíða hans er www.vai.com.