N.W.A. N.W.A. (Niggas with attitute)

N.W.A. er ein umdeildasta rappgrúppa í sögu rappsins. Textarnir þeirra snérust mikið um kynlíf og glæpi. Eazy-E (Eric Wright) stofnaði Ruthless Records fyrir pening sem hann græddi á dópsölu. Fyrirtækinu gekk ekki svo vel í fyrstu en þegar Dr. Dre(Andre Young) og Ice Cube (O´shea Jackson) byrjuðu að semja fyrir Ruthless byrjuðu hjólin að snúast. Hann fékk þá til liðs við sig ásamt DJ Yella(Antoine Carraby) sem var með Dr. Dre í World Class Wreckin´Cru, auk þess “the Arabian Prince” og “D.O.C

Fyrsta platan þeirra “N.W.A. and the Posse” gekk ekkert svo vel í fyrstu. Sem var svona partýplata. Næsta ár fengu þeir MC Ren(Lorenzo Patterson) til liðs við sig. MC Ren gerði tónlistinna þeirra harðari. Svo gáfu þeir út “Straight Outta Compton” Sem varð mjög vinsæl “underground” plata án nokkurar auglýsingar. N.W.A voru núna orðnir umdeildir fyrir textana sína sérstaklega fyrir “Fuck tha Police”. FBI sendu aðvörunarbréf til Ruthless Records og sögðu þeim að passa sig.


1989 hætti Ice Cube vegna ágreinings um peninga. Ice Cube samdi síðan lagið “No Vaseline” sem var árás á N.W.A.. Þegar lagið var gefið á plötunni “Death Certificate” árið 1991 var grúppan búinn að vera.


Àrið 1990 gáfu N.W.A. út “100 Miles and Runnin´”. Dr Dre var með flóknar pælingar við mixerinn og Eazy E með mjög “paródíska” texta. Snemma 1991 gáfu þeir út “Efil4zaggin”(Niggaz4life”) Mjög fönkaðu og harður diskur. Gagnrýnendur voru reiðir og móðgaðir en það jók aðeins á vinsældir hópsins. Dr. Dre hætti vegna ágreinings um hver réði og peningamála. Hann stofnaði Death Row Records með hinum umdeilda Suge Knigh. Sagt var að herra Knight hefði hótað Jerry Heller umboðsmanni N.W.A. lífláti ef hann myndi ekki leysa Dre frá samningi. Dre og Eazy-E gáfu út sólóplötur og kepptust þar við að hrauna yfir hvern annan. Ren og Yella gáfu líka út sólóplötur en þær voru ekki vinsælar. Eazy gaf út margar plötur þangað til að hann dó úr AIDS í mars 1995. N.W.A. eru frumkvöðlar “gangsta´ raps sem er mjög vinsælt nú á dögum.


Dr. Dre er enn að. Hann hefur „pródúsað“ fyrir „Snoop Dogg“, “Blackstreet” og “Eminem”. Er frumkvöðull “G-Funk” En meðal þeirra sem hafa aðhyllst þá stefnu eru:
Snoop Dogg, Warren G, 2-Pac, Bone-Thugs-N-Harmony og Nate Dogg. Svo tók hann “California Love” með 2-Pac. Hann er sá sem hefur náð mestum vinsældum af N.W.A.

Ice Cube heldur áfram að rappa og hefur verið að reyna fyrir sér sem leikari… ekki finnst mér mikið til koma. Myndirnar sem hann hefur leikið í eru t.d. : Boyz N the Hood, Three Kings með George Clooney og Mark Wahlberg, hinum ömurlegu Friday og Friday after the next, Higher Learning, All about the Benjamins, snilldarmyndinni CB4, og hinni hörmulegu Anaconda m. J-Lo og Jon Voight.


Takk
-Kreato
“spurningin er ekki hvad maður getur… heldur hvað maður gerir!” (Purrkur pillnikk, Einar Örn)