Jæja, þá er þessu lokið enn eitt árið. Hérna kemur mitt álit á kvöldinu sem fór fram í Austurbæ að þessu sinni:

Fyrsta band á svið voru sigurvegara M.T í fyrra, Búdrýgindi. Að mínu mati hafa þeir batnað verulega, tóku að mér skildist eitt lag sem var 5 ára, ef það er rétt hafa þeir samið það 6. bekk(þeir eru í 10. bekk) sem er nokkuð gott verð ég að segja. Lagið var alls ekki lélegt. Frábært band.

Á eftir Búdrýgindivoru veitt heiðursverðlaun, þau fengu Jóhann G. Jóhannson og einhver gaur sem ég hef ekki hugmynd um hver er.

Bandið sem fékk það ekki öfundsverða hlutverk að vera fyrsti keppandi á svið var hljómsveitin Lokbrá. Frábær hljómsveit í alla staði verð ég að segja, fannst nokkuð undarlegt að söngvarinn hafi ekki verið bestur, þó svo að Amos gaurinn hafi verið góður. Fyrsta lagið þeirra var mjög gott, líkt og annað lagið sem var minningarlag um George Harrison. Þó fannst mér þriðja lagið ekki jafngott og hin. Til gamans má svo geta að þetta var ekta marijúana planta á gítarnum. Stigagjöf 3-3-2

Næstir á svið voru hiphop bandið Heimskir synir. Ég veit eiginlega ekki nógu mikið um hiphop til að geta dæmt þá alminnilega, en 3 lagið ,Steinhaltu kjafti, fannst mér vera mjög gott og grípandi.Mira get ég eiginlega ekki sagt um þá. Stigagjöf 2-1-3

Þá var komið að Dáðadrengjum, tvímælalaust besta og skemmtilegasta bandið þetta kvöldið. Fyrsta lagið; Allar stelpur úr að ofan, var helber snilld, magnað undirspil og síðan pössuðu life bassi og trommur vel við. Jesú býr í Nintendo tölvunni minni var samt án efa langbesta lagið, textinn t.d. snilld “Súper Maríó bræður, reyna við okkar mæður” og “ég tala í míkrafón, hann heitir séra jón”, undirspiliðð enn betra heldur enn í Allar stelpur og í alla staði snilld. Ég man ekki alveg hvað 3 lagið hét en það var líka mjög gott, þó svo að það hafi verið versta lagið.Góð sviðsframkoma líka. Stigagjöf 3-3-3

Næstir á svið voru Fendrix. Mér hefur aldrei tekist að fíla þá vel og ekki batnaði það þarna, öll þessi hopp af trommustallinum voru ekkert rosalega kúl. Allir þessir 3 gítarar voru heldur ekki alveg nógu samtaka. Stigagjöf 2-1-2

Drain…það er alveg hryllilega léleg hljómsveit finnst mér. En það er bara mitt álit. Hef ekkert meira að segja um það. Stigagjöf 1-1-1

Betlehem hafa batnað ekkert smá frá því að þeir sentu inn upptökur á rokk.is. Orðnir bara frekar mjög góðir, þótt að það hafi ekki allt gengið upp fyrren í lok annars lagsins og allt það þriðja. Góð keyrsla og vel spilað var 3 lagið. Stigagjöf 2-2-3

Hlé

Enn ein sólin var fyrst eftir hlé, þeir voru ágætir en það var bara ekki nógu mikið sungið…og þessi trommustallshopp eru bara alls ekki kúl þegar maður sér þau í 10 skipti. Ágætis hljómsveit, en þarf að bæta margt. Stigagjöf 2-1-1

Doctuz voru langyngstir þetta kvöldið, sennilega í 8-9 bekk, alveg drullugóð þrátt fyrir það. Fyrsta lagið var það besta, gott rokk með flottum melódíum. Í öðru laginu bilaði pedall, en það var gott þrátt fyrir það, og þriðja lagið var vel þétt. Stigagjöf 3-2-3

Þá var komið að næstbesta bandinu, Danna og Dixieland dvergunum. Þessi hljómsveit var æpandi snilld, svo mikið má nú segja. Frábærir hljóðfæraleikarar, sérstaklega bassa-og hljómborðsleikarinn, örugglega FÍH þar á ferð. Fönklagið þeirra var best og ef maður leit yfir salinn, sá maður fólk “dilla” sér í sætunum. Snilldarband hér á ferð. Stigagjöf 3-3-3

Still not fallen hétu í fyrra Down to earth og komust ekki í úrslit þá, en hafa greinilega komist núna og ekki að ástæðulausu. Mjög gott band og var trommarinn frekar góður á double kickinu, þó svo að hann hafi verið rauðari en hárið á sér í framan;). Gott band. Stigagjöf 2-3-2

Næsta hljómsveit á svið, Delta9, spiluðu Linkin Park sellout rokk dauðans. Þessi trommuheili var samt rosakúl. Samt virkuðu þeir ekki alveg nógu þéttir. Stigagjöf 2-2-1

Þegar Amos stigu á svið voru flestir í salnum orðnir nett þreyttir held ég, samt þrusugóð og þétt band, sem átti 3 sætið vel skilið. Mjög góð hljómsveit. Stigagjöf 3-2-2

Seinasta hljómsveitin að þessu sinnni var Brutal frá Vestmannaeyjum. Ef að þetta er besta hljómsveitin í Eyjum, þá er ekki gott tónlistarlíf þar. Tónlistin þeirra fjallaði um þjáningar og tónlistin var þjáningar. Stigagjöf 1-1-1

Úrslitin fóru síðan þannig að Dáðadrengir unnu, sem þeir áttu fyllilega skilið, Doctuz lentu í 2. sæti, hefði reyndar viljað sjá Dixiebandið þar, en er samt nokkuð sáttur, og Amos lentu í 3. sæti.

Doctuz voru auk þess valdir bjartasta vonin og þeir fengu auk þess besta gítarleikarann, sem ég skil ekki alveg það voru margir betri þetta kvöld. Karl Ingi Karlsson, Dáðadrengjum var valinn besti hljómborðsleikari/forritari, Brynjar Konráðsson í Lunchbox, bandi sem ekki komst í úrslit besti trommari og Þórður Gunnar Þorvaldsson í Amos besti söngvari.