Vá, maður!!! Rosalega voru Músíktilraunirnar vel heppnaðar :D Ég er ennþá í sæluvímu alveg síðan þeir voru búnir um 01:00 þann 29.mars.

Ég ætla hérna að vera með smá yfirlit yfir hljómsveitirnar sem kepptu á úrslitakvöldinu.

Keppnina byrjuðu Lokbrá. Þeir spila að mínu mati mjög fallega tónlist, ég myndi held ég segja að þeir hafi verið frekar mikið í emo fílíngnum. En þeir voru ekki alveg að funkera fannst mér. Ég býst samt við að þeir hafi spilað betur á sviði :)

Næstir komu rappgrúppan Heimskir synir, frá Kópavogi. Þeir voru að mínu mati mjög svipaðir flestum íslenskum rappgrúppum og þeir voru ekki að gera neitt öðruvísi. Þeir höfðu söngkonu í öðru laginu og hún söng bara allt í lagi og síðan fengu þeir alla Kópavogsbúa til að syngja/rappa með í seinasta laginu sem hét því daufa nafni “Steinhaltu kjafti”.

Næstir voru snillingarnir í Dáðadrengjum, en þeir eru rappgrúppa sem er skipuð rokkurum. Tónlistin þeirra er sona rapp með electroboogie fílíng og er byggð á einföldum melódíum sem hafa mjög góðan takt og það sem mér fannst best við grúppuna var að trommurnar komu frá alvöru trommuleikara en ekki einhverjum trommuheila sem var tekið upp á minidiskspilara :/ Bassaleikarinn var líka mjög aktívur á sviði og fékk þónokkra athygli. Allavega, þetta eru miklir húmoristar og rappa um eiginlega hvað sem er. Mér fannst Búddhalagið (mig minnir að það heiti það) vera besta lagið með þeim.

Fendrix komu alla leið frá Hafnafirði og þeir spiluðu mest óldskúl metal. Það sem mér fansst stærsti gallinn við hljómsveitina var að lögin voru öll frekar keimlík. Mér fannst það frekar sorglegt af því að þeir greinilega hafa hæfileikana. Síðan voru þrír gítarleikarar sem gerði það að verkum að þegar einn af þeim var að gera sóló (á þennan líka geðveika Jackson gítar) þá heyrðist ekkert í honum af því að hann gat ekki með neinu móti yfirbugað tvo gítara með einhverju plokki. Hins vegar þá sá ég að hann var massíft góður á gripinn.

Drain komu strax á eftir og ég var búinn að hlakka til að heyra í þeim þar sem söngvarinn er gangavörður í Hagaskóla þar sem ég er. Þegar ég síðan heyrði í þeim, fékk ég þvílíka klígju að ég átti bágt allt kvöldið. Söngvarinn söng eitthvað í líkingu við afkvæmi Kurt Cobain og Bob Dylan. Þetta var frekar steikt finnst mér og ég hélt að miðað við í fyrra þegar Búdrýgindi unnu að þá myndu þeir vinna líka af sömu ástæðum. Það gerðist sem betur fer ekki.

Betlehem komu alla leið frá Húsavík og spiluðu eitthvað í líkingu við grungaðan metal (soldið soft en samt flott). Þeir voru að mínu mati mjög þéttir á sviði og það sást að þeir voru ekki neitt stressaðir. Ég fílaði tónlistina þeirra mjög vel. Mér fansst “Dúkkerí” besta lagið frá þeim. Það var sona rólegt en þungt lag með smá Iron Maiden fílíng (fyrir utan röddina) og þeir taka sóló og allan fjandan og þetta heppnaðist vel hjá þeim.

Næstir komu á svið einhverjir sem mér fannst það hörmulegir að ég er ennþá að pæla hvernig þeim tókst að komast áfram. Enn ein sólin. Úff maður. Þeir voru örugglega stofnaði sérstaklega fyrir Músíktilraunir. Annars þá verð ég aðeins að “give them a break”. Þeir eru um 13 ára og eiga kannski eftir að tékka á allri músíkinni sem á eftir að hjálpa þeim að semja betri lög. Allavega ég fílaði ekki það sem þeir gerðu og ég ætla að sleppa því að skrifa meira.

Doctuz er hljómsveit úr Hagaskóla sem spila mjög melódískan metal með góðan slatta af emo áhrifum. Lögin þeirra eru löng og vel samin og textarnir þeirra eru vel heppnaði. Ég ætla hinsvegar að reyna að halda aftur af mér hrósinu af því að þá myndi það hljóma soldið ósanngjarnt gagnvart hinum hljómsveitunum. En hinsvegar eiga þeir hrós skilið af því að þeir fengu þrenn verðlaun á þessum tilraunum og mun ég skýra frá þeim neðar í greininni. Þeir spiluðu sona “Bíbí og blaka” melódíur og settu þau í metalbúning og þeir gerðu það helvíti vel. Það heppnaðist flest allt hjá þeim fyrir utan að trommarinn var í endalausum vandræðum en gat reddað sér á góðan hátt. Og effectinn hjá sólógítarleikaranum feilaði eitthvað líka.

Danni og Dixieland-dvergarnir voru góð tilbreyting frá öllu rokkinu og rappinu. Þeir eins og flestir hafa heyrt, eru djassband með smá undantekningu því þeir fönka dáldið líka. Ótrúlegur hópur hljóðfæraleikara sem kunnu allir mjög vel á hljóðfærin sín. Þeir voru líka allir klæddir í jakkafötum með hatta og það var mjög gaman að fylgjast með þeim og ég heyrði engan kvarta yfir þessari sveit.

Næsta hljómsveit í röðinni var metalcore hljómsveitin Still not fallen. Ég hef séð þá nokkrum sinnum spila og ég bjóst við geðveiku stuði frá þeim. Og það gerðist. Ég hef aldrei heyrt þá spila jafnvel og núna í gær (eða tæknilega fyrir 8 tímum en þá endaði keppnin). Mér fannst ég samt heyra eitthvað emo hjá þeim í fyrsta laginu (ekki samt segja að ég sé obsessed með emo, það var bara frekar mikið af því í keppninni) en það var flott hjá þeim, og söngvarin er ótrúlega góður og hljómsveitin vinnur einfaldlega bara mjög vel saman.

Amos voru næstir á svið og ég fílaði ekki neitt sérstaklega það sem þeir voru að spila. Þeir spiluðu soft melódískt rokk með einhverju píanórugli og stuff. Ég reyndar gaf þeim tvö stig hvert lag en síðan þegar ég lít til baka þá finnst mér að ég hefði átt að breyta stigagjöfinni aðeins. Ég hef eiginlega ekkert fleira að skrifa um þá.

Ég man ekki hvort Delta 9 hafi verið á undan eða á eftir Amos þannig að ég bara sleppi því að pæla og byrja að skrifa. Delta 9 koma frá Dalvík og spila eins og þeir kalla sveitarokk. Þetta var ágætt hjá þeim drengjum en það var bara þessi trommuheili sem annar söngvarinn (já, þeir eru tveir) var alltaf að nota. Mér fyndist betra ef þeir hefðu sleppt þessu. Hinsvegar þá var tónlistin sem þeir spiluðu vel hlustunarhæf. Þeir skiptust á að syngja, annar þeirra rappaði og inn öskraði og síðan öskruðu þeir stundum saman. Þeir eru helvíti góðir öskrarar. Ég hef heyrt fáa betri. Hljóðfæraleikararnir spiluðu vel saman og gítarleikararnir tveir rödduðu við og við og voru ýmist melódískir með rólegar pælingar og síðan yfir í geðveik hardcore riff sem sumir myndu öfunda.

Síðastir voru Brutal, komu alla leið frá Vestmannaeyjum. Þeir spiluðu frekar tíbískan blackmetal með kannski áhrifum frá Cradle of Filth af því að það var hljómborðsleikari. Mér fannst það ekki virka ogþeir hefðu alveg getað sleppt hljómborðinu. Hins vegar þá spiluðu þeir mjög vel og það voru góðar taktpælingar og söngvarinn söng ágætlega. Það sem mér fannst samt verst var þegar annar gítarleikarinn kom með eitthvað soft dæmi inn í lögin sem greinilega pössuðu ekki við. Eða mér fannst það að minssta kosti.

Þá voru allar hljómsveitirnar búnar að spila og þá þurfti dómnefndin að velja bestu hljóðfæraleikarana og síðan seinna að kynna úrslitin.

Besti hljómborðsleikari var hljómborðsleikari Dáðadrengja (ég man ekki nöfnin á neinum af þeim sem unnu í þessum flokkum)
Besti bassaleikari var bassaleikari Danna og Dixieland-dverganna.
Besti gítarleikari var gítarleikari Doctuz, Gabríel (hehe ég man nafnið á þessum)
Besti trommarinn var undarlegt en satt, trommari Lunchbox en þeir náðu ekki í úrslit
Besti söngvarinn var söngvari Amos

Bjartasta vonin var Doctuz og voru þeir virkilega ánægðir með það.

Í þriðja sæti lentu Amos.
Í öðru sæti lentu Doctuz (þið hefðuð átt á sjá svipinn á þeim þegar þeir heyrðu þetta, hehe)

Og í fyrsta sæti var Dáðadrengir. En þar voru dómnefnd og áheyrendur sammála.

Ég var virkilega ánægður með þetta tónlistarmaraþon og ég vona að aðrir hafi verið það líka.

Weedy