Árið 1992 fóru þeir Tom,Mark og Scott að æfa saman, og ákváðu að hljómsveitinn myndi nefnast Blink. Þeir byrjuðu að æfa sig í herberginu hans Scotts, og gerðu flesta á heimilinu býsna brjálaða í byrjun en síðan lagaðist það smátt og smátt. síðan í kjölfarið upp fjögra laga spólu sem var kölluð “Flyswatter”, en hún var tekin upp í herberginu hans Scotts. Þeir byrjuðu að dreifa “Flyswatter” eins og hversu skelfilega léleg hún var, en hún skilaði þeim samt á fyrstu tónleikana þeirra. Þótt þeir væru ekkert sérstakir, þá voru fyrstu tónleikarnir góð æfing fyrir þá og þeir eignuðust nokkra aðdáendur. Það var ekki auðvelt fyrir lítið þekkta hljómsveit að komast inn á staði eða klúbba til þess að spila, því þeir voru ekki nógu gamlir til að mega komast inn á staðina, en Tom ýtti þeim áfram og bandið varð enn þekktara í San Diego. Þeir héldu áfram að spila 1993-1994, og gáfu þeir síðan út spóluna Buddha sem síðan var endurhljóðrituð árið 1998 á geisladisk. Með sölu Buddha og stærri aðdáendahóp, urðu þeir vinsælli og skrifuðu síðan undir plötusamning við “Cargo Records”. Blink ásamt Cargo records gáfu þeir út sinn fyrsta disk sem nefndist “Chesire cat” og jók vinsældir þeirra til muna. Írsk techno hljómsveit sembar nafnið Blink og hótuðu þeir að kæra Mark, Tom og Scott ef þeir myndu ekki breyta því í eitthvað annað en Blink. Svo þeir ákváðu breyta nafninu í Blink 182. Chesire Cat var gefin út árið 1994 og fóru þeir síðan í tónleikaferð á lélega vaninum sínum “Millenium falcon “ til þess að kynna diskinn Chesire Cat. Strákarnir hituðu upp fyrir stærri hljómsveitir eins og NOFX, Pennywise og Unwritten Law. Það var mikil upplifun að ferðast og voru þeir komnir með nýjan og svalan umboðsmann sem hét Rick DeVoe og er hann ægilegur sjóbrettatöffari. Blink 182 fóru að sjá að Chesire Cat náði ekki miklum vinsældum. margir starfsmenn Cargo Records fannst ekkert varið í þá félaga, svo Blink 182 ákváðu að slíta samningnum. Þeir áttuðu sig ekki á því að Blink 182 tóku tónlistarframa sinn alvarlega og vildu fá plötusamning hjá fyrirtæki sem tæki þá alvarlega. MCA Records höfðu heyrt í Blink 182 og vildu gefa þeim samning sem myndi gera þá fræga. Blink 182 ákváðu að þetta væri rétta fyrirtækið fyrir þá ogog skrifuðu þeir undir samning og gáfu þeir út árið 1996 diskinn “Dude Ranch”. Dude Ranch fékk gullverðlaun í janúar árið 1998 með 500,000 seldum eintökum í Bandaríkjunum. Á sama tíma og Dude Ranch fékk gullverðlaunin, fór að bera á vandamálum á milli meðlima Blink 182. Eftir að hafa ferðast saman svona lengi fóru þeir að verða leiðir hver á öðrum. Scott fór að versna í skapinu og byrjaði að vera frekkar einn og var ekki mikið með Mark og Tom. Spennan fór að magnast þangað til í “Sno Core” ferðinni, þar sem Blink 182 spiluðu ásamt Primus og Aquabats. Scott var farinn að drekka óskaplegamikið og fór að hverfa milli tónleika. Þegar ferðin var hálfnuð tilkynnti Scott að hann ætlaði að skreppa í fríog fara heim í einhvern tíma. Mark og Tom vissu ekkert hvað þeir ættu að gera, þeir áttu að spila á tónleikum seinna um kvöldið, og engan höfðu þeir til að slá á húðirnar. En ekki dó Tom ráðalaus því hann spurði hvort Travis Landon Barker trommarinn hjá Aquabats væri til í að koma í stað Scotts á þessum tónleikum. Ekki var erfitt að fá Travis til að spila. en vandamálið var að aðeins45 mínútur voru til stefnu þangað til tónleikarnir myndu byrja, en það var ekki erfitt fyrir mann sem hafði æft á trommur frá unga aldri að læra nokkur lög. Scott kom aftur í ferðina en tengsl milli Scotts, Marks og Toms voru ekki eins og best var á kosið. þannig að Mark og Tom sneru sér að Travis og spurðu hvort hægt væri að fá hann til að spila með þeim og var það ekkert mál, var hann síðan orðinn nýji trommarinn í Blink 182. því Scott var rekinn seinna í ferðinni.

———————–
Blink 182 slær í gegn.
———————–

Nú voru liðinn tvö ár síðan þeir gáfu síðast út disk, og fannst þeim tími til kominn að gefa út nýjan disk því þeir voru orðnir stútfullir af lögum sem þeim langaði til að gefa út. Í janúar árið 1999 kom síðan diskur með þeim Mark, Tom og Travis út og kallaðist hann “Enema Of The State”. Diskurinn laðaði að sér mikið af nýjum aðdáendum og með mikið af verðlaunum fyrir þennan disk og hjálpaði það þeim að verða ein þekktasta pönkrokk hljómsveitin í bandaríkum og evrópu. Vinsælustu lögin á “Enema Of The State” eru “Whats my Age Again“, ”Adam´s Song“ og ”All The Small Things”, við þau voru gerð myndbönd sem sýnd voru linnulaust á MTV og fleiri tónlistarrásum. Árið 1999 fóru Blink 182 í tónleikaferðina “The Loserkids” Og árið eftir í ferðina “The Mark, Tom and Travis Show”. Seinna árið 2000 eftir að ferðinni hafði verið lokið gáfu þeir út tónleikadiskinn “The Enema Strickes Back: The Mark, Tom And Travis Show” sem er upptaka úr þeirri ferð. Vinsældir hljómsveitarinnar stórjukust og hafa þeir leikið lítil hlutverk í myndunum “American Pie”, “Shake Rattle”, “Roll” og Tom kom fram í myndinni “Idle Hands”. Árið 2001 kom síðan út diskurinn “Take Off Your Pants And Jacket”. Þeirra sjöundi diskur mun birtast í plötubúðum einhvern tíman á árinu 2003.