Nýja Radiohead platan, sem mun bera nafnið Hail To The Thief og er sú 6. í röðinni, kemur út þann 9. júní og fyrsta smáskífan, There There, kemur út í kringum 26. maí. Mun hún verða tvískipt og hafa 2 aukalög hvor smáskífa. Í dag var svo tilkynntur lagalistinn og kom hann mjög á óvart. Hvorki meira né minna en 14 lög sem áðdáendur hafa flestir heyrt á tónleikaferðalagi þeirra síðasta sumar. Af þessum 14 eru þó 2 lög sem ekki hafa sést eða heyrst áður : Backdrifts og The Gloaming.
Að sögn tónlistarblaðsins The Filter, en þeir fengu að heyra 4 af þessum lögum, verður þessi plata vægast sagt frábær og segja þeir að Radiohead hafi snúið aftur í átt að OK Computer stílnum en hafi þróað hann enn meira og lögin séu ólýsanlega góð.
HAIL TO THE THIEF
01. 2+2=5
02. sit down, stand up
03. sail to the moon
04. backdrifts
05. go to sleep
06. where i end and you begin
07. we suck young blood
08. the gloaming
09. there there
10. i will
11. a punch-up at the wedding
12. myxomatosis
13. scatterbrain
14. a wolf at the door
Það eina sem olli vonbrigðum var það að engin af gömlu óútgefnu lögunum verða á plötunni en mikið var talað um að lög eins og Lift, Big Boots og Bid Ideas yrðu á henni. Aðdáendur vonast þá frekar eftir að þau verða á smáskífunum eða kannski á EP plötu sem mun að öllum líkindum koma út eftir Hail To The Thief.