Þrátt fyrir það að við séum með feitt og ljótt fólk í kringum okkur allan daginn þýðir það þá að við verðum líka að sjá það í sjónvarpinu? Það er einmitt vegna þess sem við elskum að sjá fallega fólkið, af því að við sjáum það ekki á hverjum degi.
Ef þú ert að vinna á písastað allan daginn þýðir það þá að þú verðir að borða pítsu heima hjá þér?
Maður fær leið á því sem maður hefur fyrir augunum daginn inn og daginn út. Þess vegna vilja fleiri sjá fallega fólkið.
Og þið sem haldið að ljóta fólkið fái ekki að njóta sín: Hvað er betra fyrir þannig fólk en að finna sér flotta stelpu til að syngja efnið sem það semur? Ef það gengur vel fá höfundarnir pening, söngvararnir pening og allir verða glaðir. Ef ekki þá er söngvarinn búinn með sinn feril og höfundurinn getur gert það sem hann vill því enginn þekkir hann. Vitið þið hver semur fyrir Britney? eða Justin? Mynduð þið taka eftir því ef það væri sami gaurinn? Held ekki..
Þetta snýst bara um afkomu hinna hæfustu. Það er ekki spurning að fegurð er einn af kostunum. Hinir eru hæfileikar og heppni. En eins og Meat Loaf sagði einu sinni (sem btw er mjög feitur og frægur): two out of three aint bad, svo maður á stundum sjens þó maður sé ljótur.
Þetta er ekki svo einfalt að það sé hægt að alhæfa það, og einhver verður fjölbreitnin að vera í heiminum. Ekki viljið þið að allir verði eins?
Og þetta með tónlistarsmekkinn. Það snýst held ég að miklu leiti um þroska og aðstæður hvers og eins. Þegar ég var 10 hlustaði ég á Michael Jackson og eitthvað þannig, en svo þroskaðist ég og reyni að sýja þetta góða frá hinu slæma, en þótt eitthvað sé underground eða metal þá þarf það ekki að vera gott. Og þótt eitthvað sé mainstream þá þarf það ekki að vera lélegt.
Þetta er eins og að bera saman krakka og fullorðinn mann. Þeir eru báðir hlauparar, en maðurinn hleypur mikklu hraðar en krakkinn. Er krakkinn þá hálfviti og á hann að hætta að hlaupa? Kannski hefur hann líka ekkert áhuga á því að hlaupa hratt, heldur hefur hann bara gaman að því að hlauða á sínum hraða.
Þetta er eins og meða suma (ath suma, reyndar fáa) FM hnakka. Þeir vita ekkert betur og halda bara að ef eitthvað sé vinsælt þá sé það gott. Þau eru bara eins og littli krakkinn. Kannski hafa þau ekkert áhuga á tónlist og vilja bara hlusta á eitthvað grípandi og þægilegt.
Persónlulega er ég ekki þannig, ég hlusta á Radiohead, Sigurrós og Muse, og stundum vil ég meina að þetta séu góðar hljómsveitir, en ég veit að það eru til betri bönd, en þá á ég ekkert að hætta að hlusta á þessi. Eins er með “valahg1”, á hún að hætta að hlusta á Justin og það vegna þess að þetta eru ekki nógu góðir tónlistarmenn og System of a down eða hvað það er sem er í tísku núna. Þó að það sé underground þarf það ekki að vera gott..
ps. SOAD rokka feitt, vildi bara vera hlutlaus.
Einhvernveginn finnst mér að mér hafi færst of mikið í fang.
“Hættu að horfa á fingurinn, horfðu þangað sem hann bendir”