Fyrsta bandið sem spilaði var Twisted Nipple. Þetta voru ungir drengir sem spiluðu svona létt
pönk rokk. Fyrstu 2 lögin voru alltílagi en það þriðja var heldur furðulegt - spiluðu chorusana
furðulega…skiptu úr pikki í distortion á furðulegustu tímapunktum, síðan var bassatrommu spilið
eitthvað fokkd. Annars ágætt band ..gaf því 2-2-1 stig.
Næsta band var Kiwi, band sem spilar indie rokk …mér fannst það svo lélegt og illa æft að ég ætla
ekki að eyða orðum í það ..gaf þeim 1-1-1 stig.
Á eftir þeim kom skemmtilegt gjörningsband sem kallar sig Genocide. Gaurar sem mættu málaðir á svið
þar með einn corpsepaintaður með hanakamb …það var fyndið, sem og fyrsta lagið þeirra
kann engin tök á að flokka þá niður nema sem blanda af öllu þunga rokki, samt undir áhrifum frá
system of a down, miðað við hvernig þeir spiluðu á sviðinu …og dönsuðu. Mjög flott hjá þeim köppum og skemmtilegt.
Á eftir þeim kom band sem heitir Sokckz in the Pool. Menn sem kenna sig við pönkrokk, sem mér finnst
vera hálfpartinn móðgun við önnur bönd sem kenna sig við sömu tónlistarstefnu. Söngvarinn
hljómaði eins og danskur poppari fyrir mér…alveg svo ekki stálið.
Eftir þeim komu svo Drain..þeir voru með alveg ágætis spil framan af en söngvarinn er hörmung að mínu
mati. Minnir mig á sönginn í Shouting out loud með Brutal…en það á víst að vera eitthvað gjörnings
grín lag ..en seriously, gaurinn vældi svona í micinn …gaf þeim 1 stig fyrir fyrstu 2 lögin og 2 stig
fyrir það síðasta, en það grípandi lag með flottum píanó melódíum.
Hydrus voru svo næstir, þetta er eitthvað létt-þungarokksbílskúrs band, virkuðu mjög óöryggir, allavega
söngvarinn og gítarleikarinn sem var vinstra megin við hann. Þeir kikkuðu samt inn í 3 laginu, þá fannst
mér þeir spila vel.
Lokbrá komu síðan á svið eftir hléið. Þeir áttu þetta…öll lögin þeirra voru virkilega flott, sérstaklega
það síðasta. Þeir áttu það vel skilið að komast áfram, ég held að þessir gætu unnið í ár.
Isidor voru síðan á eftir þeim, þeir spila “mulletcore” sem mér heyrðist vera rokkað fönk, eða einskonar þungafönk :)
Trommarinn var helvíti nettur hjá þeim og tók eitt trommusóló í fyrsta laginu. Gott band hér á ferð.
Eftir það kom eitthvað expirimental rokk band sem kallaði sig Sans Culot. Þeir spiluðu eitt lag sem var alveg 12-15
mín að lengd. Þreytandi til lengdar og alltaf spilað í sama gítareffectnum sem var fokking annoying.
Síðan kom Barokk á svið. Þau voru ágæt, frumleg með því að bæta selló í settið sitt, en það hálfpartinn yfirgnæfði
söngkonuna ..sem virkaði soldið fölsk. Þegar söngvarinn söng í 3 laginu var aðeins meira fútt í þessu hjá þeim.
síðast á svið voru Diminshed. Þetta band er bara það svalasta…reyndar eina bandið sem ég hafði heyrt í fyrir tónleikana
þannig að mitt álit er soldið hlutdrægt en whatever. Bandinu vantar smá uppá þéttleika sem mætti leysa með 2nd gítarleikara.
Hljóðið í chrash cymblum var alveg fáránlega lítið eftir að bassatromman var hækkuð (en þá alveg gífurlegur kraftur í salnum)
húsið nöööötraði þegar þeir spiluðu. Diminished er band sem ég vildi GJARNAN sjá oftar spila.
en svona uppá finalið ..þá fannst mér Lokbrá eiga að fara upp sem þeir gerðu og Isidor fremur en Drain, en svona er lífið.