Jæja mér datt í hug að skrifa svona Tónlistarferillinn minn og hvernig ég byrjaði að hlusta almennilega á tónlist.
Ég man eftir því þegar ég fékk áhuga á tónlist. Eða svona sjálfstæðann tónlistarsmekk. Ég hafði alltaf bara hlustað á það sem stóra systir mín hlustaði á. Ætli ég hafi ekki verið svona 8 ára, við fjölskyldan vorum á leiðinni á Mývatn, og eina spólan sem við vorum með var aphex twin, og ég algjörlega féll fyrir honum.
Eftir að við komum heim fór ég strax að safna klinki, og um svona sex vikum seinna áttí ég nógu mikið klink fyrir “Richard D. James Album” með aphex.
Þetta var svona fyrsti alvöru diskurinn minn, og ég hlustaði ekki á annað fyrr en um næstu jól….
Um þessi jól eignaðist ég DiskMan, frá Panasonic, og gat loksins hlustað á tónlist hvar sem er. Þvílík græja. Systir mín gaf mér geisladisk með Plaid, og þá átti ég orðið tvo diska, og var mjög ánægður með það.
Næsta sumarið fórum við í ferðalag til Lúxembourgar og rétt áður en við fórum keypti ég mér ótrúlega góðann disk, sem ég hlusta ennþá á. Hann var með Propellerheads og heitir “Decksandrumsandrockandroll”. Þessi diskur breytti lífi mínu. Meira að segja ennþá þegar ég hlusta á hann koma upp góðar minningar frá Lúxembourg.
Núna var ég orðinn 11 ára og talsvert þroskaðri, og fór að leita að einhverju nýju. Mér áskotnaðist “Come to daddy” með Aphex twin og þó að Aphex sé mjög mikið í raftónlistinni, þá var þarna eitt lag sem var ansi þungt, titillagið sjálft, og ég fílaði það best.
Ég var sem sagt að sogast inn í rokkið. Ég hlustaði endalaust á þetta lag, aftur og aftur, og fékk aldrei leið á því.
Dag einn var ég að labba heim úr skólanum, og hitti hann pabba fyrir utan Músík og myndir. Við ákváðum að fara inn og skoða diska. Ég sá þá diskinn sem breytti lífi mínu. Það var “Follow the Leader” með Korn. Ég hlustaði á diskinn allstaðar, eins oft og ég gat, og reyndi að koma sem flestum vinum mínum inní þetta.
Ekki leið á löngu þar til að ég átti bókstaflega allt sem hægt var að fá með Korn, og ég breyttist í einn af þeim, sem hlusta bara á eina hljómsveit. Lokaði eyrunum fyrir öllu öðru og vildi ekkert annað en Korn.
Svo loksins, ég man ekki hvenær, sá ég myndband á einhverri stöð, með Marilyn Manson. Það var lagið “Coma White” og mér fannst það drulluflott. Ég skoppaði útí Skífu og hlustaði á nýjasta diskinn hans, Holy Wood.
Þá náttúrulega gerðist það sama, Ég sópaði að mér öllum diskunum hans og hlustaði á Marilyn Manson og Korn, næstum því eingöngu.
Eitt sumarið fór ég að hlusta á meira svona melló stöff, eins og Muse, Radiohead og Smashing Pumpkins. Það var frábært sumar og ég á margar góðar minningar liggjandi í grasinu að hlusta á þessar hljómsveitir.
Svo þegar ég fór í Hagaskóla fór ég að hlusta aftur á Marilyn Manson, en ég vildi eitthvað meira. Ég fór að leita, en fann voða lítið. Ég hlustaði held ég mest á “Toxicity” með System of a Down og það var heill nýr heimur fyrir mig.
Síðasta eitt og hálft ár fór ég að byrja í metal geiranum, og fór að hlusta á hljómsveitir eins og Slayer, Cradle of Filth, Morbid Angel og sækja reglulega tónleika sem haldnir hafa verið. Ég hlusta ennþá á margt af þessu gamla, og mikið af því heillar mig ennþá. Ég hlusta mikið á Aphex Twin, Coldcut, alveg yfir í Smashing Pumpkins, Muse, Radiohead, og svo Cradle of Filth og Slayer.
Mér þykir ennþá vænt um alla gömlu diskana og ég hlusta ennþá mjög oft á þá.
The End!