fyrst enginn er búinnað skrifa um öll böndin þetta kvöld, þá ætla ég að reyna það.
well.. þetta byrjar ekki vel.. ég man ekkert hvennig texas sound voru :p
Betlehem voru helvíti ágætt band. allir mjög færir hljóðfæraleikarar góð lagasmíð með skemmtilegum melódíum á köflum og mjög þétt spilað hjá þeim. Fyrsta lagið skaraði frammúr, en hin tvö fylgdu þétt á eftir. Það vantaði samt þónokkuð uppá frumleikann hjá þeim.
X-Factor ég þurfti nú ekki að hlusta lengi til að heyra hvað X-factor voru að reyna að gera. KoRn rippoff í hámarki! Þetta er band á hámarki gelgjunnar, og lagasmíði eftir því. Ég hef sjaldan heyrt leiðinlegri melódíur en hjá x-factor. Trommarinn var stakasta hörmung, en ég fékk þó allaveg eitthvað að hlæja að svo ég dó ekki úr leiðindum meðan þeir voru að spila. Söngvarinn var með þeim falskari sem ég hef heyrt í á músíktilraunum, og alveg yfirþyrmandi leiðinlegar melódíur hjá honum. band sem ætti að skríða aftur inní bílskúrinn og og æfa sig “soldið” meira… eða kanski bara sleppa því alveg.
Þetta voru líklega bestu hljóðfæra leikarar kvöldsins. fátt annað gott hægt að segja um þá. þeir voru þó allavega með frumsamin lög. Lögin voru svosem ágætlega vel samin en náðu enganvegin til mín. mér fannst bandið soldið yfirborðskennt en þéttleikinn bjargaði þeim soldið. þetta var ekkert nema meðal band, eiga líklega eftir að þróast og verða betri.
Marshmallows BRAHAHAHAHA.. þetta var aleg toppurinn Blink182 blastað, ég held að þeir hafi reydnar ekki fattað það sjálfir að þeir voru að spila “what's my age again” en þetta var alveg of fyndið. hin tvö lögin voru samt lausari við þjófnað, þó að ég þykist hafa heyrt 1 stolna melódíu í viðbót. þetta er ballband með framtíðina fyrir sér. en þeir höfðu ekkert að gera á músíktilraunum.
sálarkraftur byrjaði ekki skemmtilega og hélt áfram að vera ekkert sérstakir. eftir 2 lög fór ég bara fram að tala við fólkið.
-Hlé-
Doctuz var tvímælalaust laangbesta band kvöldsins. þetta var ótrúlega vel samið hjá þessum stráklyngum. rödduð pikk og ótrúlegar melódíur. eina sem mig fannst vanta uppá var að trommuleikurinn var soldið einhæfur, hlutur sem að eiginlega verður að laga. mér fannst lag númer 2 lang best en hin voru alveg stórkostlega líka. gaman að sjá að það eru til svona ungir krakka með þroskaða tónlistargáfu.
Twisted nipples.. ég kem nafninu engan vegin fyri rmig.. sama hvað ég reyni að grúska í hausnum á mér man ég ekki hvaða band þetta var :p
Alius.. ég hlít að hafa verið orðinn syfjaður.. man ekki bofs..
Tjipb Schammel Achmed jáhá… ég þarf að fara að skríða til læknis.. það er eitthvað alvarlegt að kollinum á mér
Fjöllistahópurinn Mujaffa þetta var fyndið band, tónlistin ekkert til að klappa fyrir, en þó ágætist afþreying.
í heildina var þetta ágætis kvöld, þó að mynnið sé að bregðast mér ;) doctuz áttu skilið að fara áfram á dómnefnd og betlehem á sal. ekkert meira átti að fara áfram.