Ástralska hljómsveitin Silverchair sló í gegn í Bandaríkjunum 1994 með laginu Tommorow af fyrstu plötu sinni; Frogstomp. Þá voru allir meðlimir sveitarinnar aðeins 15 ára. Þeir Chris Joannou bassaleikari, Ben Gillies trommuleikari og svo söngvarinn og gítarleikarinn Daniel Johns. Daniel er einungis að verða 24 ára en samt búinn að vera lengi í sviðsljósinu.
Daniel Johns fæddist sunnudaginn 22.apríl í Newcastle í Ástralíu árið 1979. Æska Daniels snerist mikið um tónlist og brimbretti en eins og flestir vita er það mjög vinsæl íþrótt í Ástralíu. Einnig má geta þess að skóli var ekki beint forgangsefni í hans augum. Daniel spilaði á trompett í skólahljómsveit skóla síns. Þegar Daniel var að komast á umglingsárin þá stofnuðu hann og Ben Gillies hljómsveitina Short Elvis…sem var í raun rapphljómsveit þar sem hvorugur kunni að spila á hljóðfæri. Þeir einfaldlega ýttu á PLAY á hljómborði sem annar þeirra átti og byrjuðu að dæla út úr sér rímum. Svo fékk Daniel sinn fyrsta gítar þegar hann var 12 ára, fyrsta lag sem hann lærði var eftir Elvis Presley en fyrsta góða lagið sem hann lærði að hans sögn var ‘Paranoid’ með Black Sabbath sem hann segir að hafi mikil áhrif á rætur hljómsveitarinnar. En svo með tilkomu Chris Joannou og að Ben var byrjaður að spila á trommur breyttust þeir í alvöru spilandi hljómsveit, sem kallaði sig ‘'The Innocent Criminals’' eða saklausu glæpamennirnir á íslensku. Svo urðu þeir að mjög efnilegu bandi, sendu demo-in sín inn til plötufyrirtækis og komust á samning.
Þar áður en þeir gáfu út fyrstu plötu sína Frogstomp breyttu þeir nafni sínu í núverandi nafn sveitarinnar: ‘Silverchair’. Einn af þeim mörgu merkilegu hlutum við sveitina er að Daniel Johns er sjálflærður á gítar og trommarinn, Ben kenndi Chris Joannou á bassa. Frogstomp var tekinn upp á 9 dögum, ekki meira en það. Um þennan tíma tók Daniel mörgum breytingum, t.d varð hann að grænmetisætu og síðar að algjörri jurtaætu, þar sem Daniel er mikill dýravinur og borðar engar dýrafurðir, ekki mjólkurafurðir: ekki neitt…og gengur heldur ekki í fötum úr dýraskinni og hann hefur tattú á bakinu sem stendur á ‘Frelsun dýranna’. Svo komst hann einnig í kast við lögin í desember 1996. Þegar Silverchair og Dave Navarro þáverandi gítarleikari Red Hot Chilli Peppers voru að prófa Montero sportbíl, Daniel komst í vandræpi þegar hann keyrði um á Santa Monica ströndinni í Bandaríkjunum en það er stranglega bannað og þar að auki hafði Daniel gleymt ökuleyfi sínu heima í Ástralíu. En dagurinn endaði vel þar sem Daniel endaði á að gera eiginhandaráritun fyrir dóttur lögregluþjónsins.
En svo komum við að Freak Show tímabilinu. Þar var útlit söngvarans búið að breytast mikið þar sem Daniel var búinn að fá sér 2 hringi í vinstri augabrúnina (hann var ekki deyfður þegar hann var að fá sér þann seinni). Hann losaði sig við þá eftir að annar var óvart rifinn úr. Og fatasmekkur Daniels breyttist frá þessum týpísku hljómsveitarbolum yfir í skæra liti og boli með skrýtnum yfirlýsingum. Svosem var einn bolur sem hann var frægur fyrir en á honum stóð ‘'NOBODY KNOWS I’M A LESBIAN.'' En það kemur einnig fram í einum texta hjá honum að þar sem hann lýsir sog yfir sem fyrstu karlkyns lesbíuna. Á Freak Show disknum breyttust textarnir hans og tónlistin sem hann samdi. Textarnir urðu mikið persónulegri og miklar pælingar voru í gangi enda hann orðinn mjög frægur og flestir í heimalandi hans vissu um allt sem hann gerði. Svo uppgötvaðist að Daniel var asmaveikur árið 1996 þegar Silverchair voru að taka við verðlaunum án hans enda hafði hann drifið sig heim eftir mikið asmakast eftir að þeir komu fram á Aria tónlistarverðlaunahátíðinni.
En þá komum við að 1998, vægast sagt erfitt ár fyrir þennan hæfileikaríka söngvara. Hann þjáðist mikið eftir langt ár af hljómleikaferðalögum og var orðinn mjög félagsfælinn. Hann hékk heima í húsi sem hann leigði og spilaði á gítarinn sinn með Sweep hundinum sínum (sem hann fann í ruslapoka útí gámi ásamt dauðum hvolpum og hjúkraði henni aftur til lífs). En Daniel þróaði með sér margar fælnir, eða fóbíur. Hann gat ekki verið innan um stóran hóp fólks, gat ekki farið frá heimili sínu og fékk mikla hræðslu fyrir ákveðnum mat. Honum fannst sem matur að ákveðnri lögun væri sem rakarblöð að fara niður um hálsinn á sér. Og á veitingastöðum grunaði hann alltaf að einhver væri að eitri fyrir sér, þetta þróaðist seinna útí ákveðna tegund af anorexíu. Þetta var sagan á bakvið frægasta lag Silverchair…''Ana's Song'' eða ‘'Open Fire’' eins og sumir þekkja það sem kannski en lagið kom út á Neon Ballroom, þriðju breiðskífu sveitarinnar. En hann samdi flest lögin þá, 1998 þegar hann var í algjöru þunglyndi og lokaði sig inn í húsinu sem hann leigði og hlustaði aðeins á eigin tónlist, skrifaði ljóð um allt hús, á gólfin, veggina…alls staðar. Á milli Freak Show og Neon Ballroom voru Silverchair næstum hættir, hljómsveitin var að sundrast. Ben var að æfa fyrir Ólympíuleikana, Chris búinn að snúa aftur til síns eðlilega lífs og Daniel á mörkum sjálfshaturs og var við það að fremja sjálfsmorð. Öll lögin af Neon Ballroom voru innlit inn í tilfinningar Daniels og hann sagði það sjálfur að það væri einskonar hreinsun að spila lögin af nýju plötunni.
Seinna fékk Daniel liðagigt vegna næringarleysis sem má rekja til anorexíunnar. En sá sjúkdómur (liðgigt) hefur áhrif á hreyfingar viðkomandi. Hann þurfti t.d að ganga með staf og suma daga gat hann ekki komist upp úr rúminu sínu, þannig að ástand hans var mjög sveiflukennt.
En nú er hann á batavegi og var nægilega frískur til að eyða c.a hálfu ári í að taka upp og útsetja nýjustu plötu Silverchair sem ber nafnið Diorama og kom út í fyrra. Diorama sem var ein vinsælasta platan þrátt fyrir litla sem enga kynningu. Nú eru Silverchair að byrja að túra að nýju þar sem heilsa Daniels er á hraðri uppleið.
Í byrjun þessa árs tilkynnti Daniel að hann væri búinn að trúlofast langtíma kærustu sinni Natalie Imbruglia sem er áströlsk poppstjarna eins og flestir vita. Líf Daniels er á batavegi og búast má við miklu af honum og Silverchair í framtíðinni.