Mikið Maus um helgina Hljómsveitin Maus leggur undir sig skemmtistaðinn Grand Rokk um næstu helgi, leikur bæði á föstudags- og laugardagskvöld til þess að kynna væntanlega breiðskífu sveitarinnar - “Musick” - sem Smekkleysa gefur út í byrjun maí.

Platan var hljóðrituð í Das Studio í Þýskalandi síðasta sumar og kláruð í Townhouse hljóðverinu í London í janúar á þessu ári. Núna er verið að vinna að kynningu hennar og útgáfu víðsvegar auk þess sem myndband við lagið “Life in a fishbowl” er í vinnslu. Titillag plötunnar “Musick” hefur verið í spilun á Radíó X og Rás 2 upp á síðkastið og það er margt annað spennandi í burðarliðnum, en meira um það seinna.

Það verður heilmikið maus í þessari viku:

<b>Fimmtudagur 27. febrúar</b>
Undirheimar FB - ásamt Búdrýgindi, Lokbrá, Coral, Noise, Bob og Ísidor - til styrktar Regnbogabörnum - hefst kl. 20:00 - 500 kr.

<b>Föstudagur 28. febrúar.</b>
Grand Rokk - ásamt Prince Valium & Skurken - hefst kl. 23:59 - 600 kr. - 18 ára aldurstakmark

<b>Laugardagur 1. mars</b>
Grand Rokk - ásamt Coral - hefst kl. 23:59 - 600 kr. - 18 ára aldurstakmark

Leikin verða flest lögin af nýju plötunni, en gestir Grand Rokk fá einnig að heyra eldri lög í bland enda mun lengri dagskrá þar á ferð.

Við vonumst til að sjá sem flesta á þessum tónleikum þó það væri ekki fyrir minna tilefni en það að bjórinn á afmæli þessa helgi (1. mars)!! Áhugasömum er líka bent á að fylgjast með okkur á <a href="http://maus.is/">maus.is</a>.