Þegar hið svokallaða pönk tímabil var á íslandi þá hafði það verið dautt annarstaðar í þónokkurn tíma.Pönkið kom fyrst almennilega fram á sjónarsviðið 1977 með Sex pistols og Clash.Hér á íslandi var það farið að grasera þá með hljómsveitinni Fræbblunum en sprenginginn var um 1980 þá fyrst með Bubba og Utangarðsmönnum og svo Holskeflu af bílskúrsböndum sem spiluðu hið svokkalaða Post-pönk en átti oft meira skilt við pönkið heldur en nýbylgjunna sem hafði nú tekið við.
Þarna komu fram bönd eins og Q4u,Purrkur Pillnik,Vonbrigði,Tappi tíkarrass og fleiri.Andrúmsloftið á þessum tíma kemur mjög vel fram í mottói Purksins sem var “það er ekki það sem þú getur heldur það sem þú gerir” og var því oft frekar spilagleðin en hæfileikarnir sem drógu fólk áfram.Þetta var þó ekki algild og er hljómsveitinn Þeyr gott dæmi um undantekningunna frá reglunni.
Þeyr byrjaði sem frekar saklaust band og samdi vinsældavæn lög og komst þannig á samning hjá Svavari Gests sem átti SG hljómplötur.Þeyr byrjuðu að vinna að hljómplötu en vinna gekk hægt enda Þeyr vandvirk hljómsveit.Um sumarið var gerð pása og þá gerbreyttist hljómsveitinn.
Í fyrstu voru ýmsar mannabreytingar á hljómsveitinni og var Eirikur “rauði” Hauksson meðal annars um tíma í henni en fljótlega eftir að platan kom út urðu Magnús Guðmundsson,Hilmar Örn Agnarsson,Sigtryggur Baldursson einir eftir.
Platan hét Þagað í hel og var frekar kaflaskipt enda hafði hljómsveitinn komið gerbreytt heim úr sumarfríinu full að nýju hugmyndum um að bræða saman nútímatónlist og rokk.Í kringum hljómsveitinna voru þeir Guðni Rúnar Agnarsson og Hilmar Örn Hilmarsson og voru þeir duglegir við að dæla nýjum hugmyndum í þá félaga.Platan kom út í fáum eintökum en fékk góða dóma og Þeyr spiluðu á nokkrum tónleikum.Þá var Guðlaugur Kr. Óttarsson genginn í hljómsveitinna og Þorsteinn Magnússon kom stuttu seinna en hann hafði áður spilað með Eikini.Þeysara héltu áfram að spila á tónleikum en framkoma þeirra á sviði varð alltaf meira og meira í takt við nýbylgjunna og loks slóu þeir flestum við í framkomu og hegðun.Árið 1981 komu út 2 plötur og sú fyrsta var Útfrymi en þar var lagið Life transmission sem tileinkað var minningu Ian Curtis söngvara Joy Division hljómsveitar sem hafði mótandi áhrif á nýbylgjunna um allan heim.Þeysarar fóru mikið árið 1981 og spiluð meðal annars við frumsýningu myndar Friðriks Þórs Brennu-Njálssögu.Í september kom út 10 tomman Iður til fóta og er hún af þeim sem þetta skrifar talin besta verk hljómsveitarinar.Bak við tónlist Þeyrs lá flókin hugmyndafræði sem hljómsveitinn hélt vel á lofti.Þarna mátti finna menn eins og Alistair Crowley,Helga Pjéturs og Wilhelm Reich sem kom með kenningar um heimsorkunna og Þeysarar nýttu sér það botn að eigin sögn.Þeyr nýtti líka hugmyndir Reich um veðurstjórnun til að búa til hátíðni upptökur á Iður til fóta og sögðu að þegar platan hefði verið spiluð í útvarpinu þá hefði veðrið verið furðulega gott.
Þeysara ákváðu að leggjast í víking og fóru til London að áeggjan Jaz Coleman söngvara Killing Joke sem hafði bundist vináttu tengslum við þá.Þeyr spiluðu reyndar ekki neitt opinberlega í ferðini en var boðið að hita upp fyrir Cure á sex mánaða túr en treystu sér ekki í það.Þeir komu þó heim með plötusamning við nýtt fyrirtæki Shout Records og í desember kom út breiðskífan Mjötviður mær sem var mjög hampað af gagnrýnendum.Shout gaf út plötuna As Above 1982 en þar voru safn af gömlum lögum og eitt nýtt Killer boogie.En nú voru komin þreytu merki í hljomsveitinna og í desember 1982 kom út platan the The Fourth Reich sem tileinkuð var ævistarfi Wihelm Reich og stuttu seinna lagði hljómsveitinn upp laupanna.Stuttu fyrir formlegt lát hljómsveitarinnar þá hafði Jaz Coleman komið á 2 vikna fyllerí til Íslands og stofnað hljómsveitinna Iceland með Þeysara félögum en það var ekki langlíft samstarf og lauk þegar rann af Coleman.
Það eru þó til óútgefnar upptökur af þessu samstrafi sem forvitilegt væri að heyra.
Þegar Þeyr hætti þá birtust Guðlaugur Óttars og Sigtryggur í Kuklinu og Sigtryggur fór seinna í Sykurmolanna.
Hilmar Örn Agnarsson er organisti í Skálholti og Hilmar Örn Hilmarsson fór að semja Kvikmyndatónlist og er hann nú mjör virtur á sviði.
Þeyr er að mínu mati ein besta forvitlegasta hljómsveit sem íslendingar hafa gefið af sér.
Erfit getur verið að nálgast efni með Þeysurum en þó var Iður til fóta og Mjötviður Mær endurútgefið á geisladisk sem Mjötviður til fóta og hvet ég alla til að fjárfesta sér í honum.
Heimildir:
Eru ekki allir í Stuði eftir Dr Gunna
www.myspace.com/mnoise