Um t.A.T.u. Rússnesku stelpurnar í T.A.T.U. hafa heldur betur slegið í gegn. Það líður ekki sá klukkutími að maður heyrir lögin þeirra í útvarpinu/sjónvarpinu. Eins og flestir vita þá eru þær tvær og heita Yulia Volkova Olegovna og Elena Katina Sergeevna.


Yulia Volkova Olegovna:

Fæðingardagur og staður: 20. febrúar 1985, í Moskvu, Rússlandi.
Áhugamál: Tennis (hefur æft tennis í rúm fimm ár), línuskautar, sund, dans og tónlist.
Fyrri hljómsveitir: Neposedi (1996 – 1998)

Elena Katina Sergeevna:

Fæðingardagur og staður: 4. október 1984, í Moskvu, Rússlandi.
Áhugamál: Sund, leikfimi, hestar, línuskautar, dans og söngur.
Fyrri hljómsveitir: Avenue (1994 – 1997), Neposedi (1997 – 1999)


Saga stelpnanna:

Elena og Yulia sungu saman í hljómsveitinni Neposedi. Stuttu seinna var Yulia rekin úr henni vegna framkomu sinnar. Þær hittust svo aftur þegar Ivan Shapovalov valdi þær til að syngja í nýju hljómsveitinni sinni, Tattoo. Hann lofaði að gera þær frægar. Þær skrifuðu undir samninga og samkvæmt þeim urðu þær að gera allt sem hann sagði. Til að mynda fyrir eitt myndbandið, Ya Soshla S Uma – All the things she said, þurfti Elena að missa 10 kíló og Yulia að klippa á sér hárið og lita það svart. Fyrir annað myndband þurftu þær báðar að raka af sér augabrýrnar. Þær viðurkenna þó að þær ákváðu alveg sjálfar að skrifa undir þessa samninga. Í þessu ferli urðu þær mjög nánar vinkonur og núna er meira en bara vinátta á milli þeirra! Þær tóku Rússland með trompi með lögunum Ya Soshla S Uma (All the things she said) og Nas Ne Dogonial (They’re not gonna get us) árið 2001. Þessi lög fóru beint í fyrsta sæti á MTV Topp 10 listanum í Rússlandi. Núna eru þær búnar að þýða öll lögin sín yfir á ensku og loforð Ivan Shapovalov virðist hafa ræst, þær eru orðnar frægar!