Já, ég á diskinn Let Go með Avril Lavigne og mér finnst hann mjög góður. Hann er fjörlegur og rokkaður ásamt einhverju poppi auðvitað. Ég ætla aðeins að lýsa honum og segja hvað mér finnst um lögin á disknum.
01. Losing Grip
Þetta er nokkuð gott lag, það byrjar með orðunum „are you awair of what you mean to me.“ Textinn er nokkuð djúpur og svo þegar viðlagið kemur er það mjög rokkað, allavega á stelpulegan hátt ;) Einkunn: 8,5
02. Complicated
Allir þekkja þetta lag og er þetta auðvitað með bestu lögunum og ég fæ aldrei leið á því! Um strákana sem breytast úr því að vera góðir í einrúmi en þegar kemur að vera með hinum vinunum þá breytast þeir! Einkunn: 9,0
03. Sk8er Boi
Þetta er hratt og rokkað lag. Gítarinn er góður í því en textinn er ekkert sérstakur. Samt passar hann alveg við lagið. Textinn er um stelpuna sem dömpaði stráknum og svo verður hann frægur og þá fer hún á tónleika með honum og svona. Þetta er svona catchy lag og maður getur alveg vel fengið það á heilann. Einkunn: 8,0
04. I’m With You
Núna eru margir farnir að þekkja þetta lag þar sem það er komið út á myndbandi og er spilað oft á FM 95.7. Þetta er rólegra en fyrrnefnd lög en samt sem áður gott. Hún er að leita af einhverjum í nóttinni og e-a. Textinn er góður og lagið líka. Einkunn: 8,5
05. Mobile
Hressilegt lag, svolítið poppað sem er bara fínt. Segir að hún fer aftur heim en að pakka niður til að flytja endanlega frá bænum sínum. Viðlagið byrjar með „Everything’s changing“ og þar er hún trúlega að segja frá þegar hún flutti með bróður sínum til New York þegar hún var 15 eða 16 ára. Einkunn: 9,0
06. Unwanted
Rokkað lag, byrjar með léttum gítarnótum og hún er strax komin í reitt skap. Hún er að segja að einhver var að bögga hana og segir hún „you just shut me out.“ Ég held að þetta sé strákur sem hún er að reyna að segja að hann þekki hana ekkert og lokar hana samt frá sér. Gott lag í flesta staði. Einkunn: 8,5
07. Tomorrow
Rólegt lag og er mest allt spilað á gítar bara. Hún segir hvernig henni líður þar sem hún er svolítið niðurdregin og vonar að allt verði betra á morgun. Það er fínt og róar mann eftir Unwanted. Einkunn: 8,0
08. Anything But Ordinary
Byrjar rólegra en svo kemur gítarinn alveg en svo róast það aftur niður. Popplag en gott. Avril segir í viðlaginu að hún vilji vera allt nema venjuleg og þetta er svona löngunarlag. Fyrst segir hún ástæður og svo segir hún hvað hún vill. Lag sem var í uppáhaldi hjá mér í nokkurn tíma en svona nú vill maður meira rokk. Einkunn: 7,5
09. Things I’ll Never Say
Popplag. En með hröðum gítar sem er flott. Hún byrjar á að syngja „Ladararaladararaladrarara“ og bróðir minn þolir það aldrei! Mér finnst það reyndar svolítið flott. Hún fer svolítið langt og biður einhvern um að giftast sér í dag en það er allt í lagi. Flott lag og búið að vera með mínum uppáhaldslögum í langan tíma. Einkunn: 9,0
10. My World
Popplag. Hún er að segja frá æskuárunum sínum, hvernig hún var og hvar hún vann. Hún bjó í litlum bæ í Kanada, Napanee og finnst mér textinn geggjað flottur. Hann er svona catchy og flottur. Líka svona interesting. Maður hlustar virkilega á textann og þó margt hljómi eins og það eigi bara að ríma er það virkilega satt það sem hún er að segja frá. Einkunn: 9,0
11. Nobody’s Fool
Sagt er að margir pönkarar hafa alltaf eitt svolítið rapplag á plötum sínum og gerir Avril það svo sannarlega. Reyndar segist hún ekki vera pönkari. Já, hún rappar í þessu lagi og segir frá því að hún lætur engann hafa sig af fífli. Textinn er samt mest bara svona eins og hann ætti að ríma og eins og hún sé að leita af oðrum til að ríma við. Samt skemmtilegt lag. Einkunn: 8,5
12. Too Much To Ask
Hún er einfaldlega að spurja hvort hún sé að ætlast of mikið til einhvers. Þetta er rólegt lag og svo segir hún að hann hafi kosið annað yfir hana og segir hvernig henni líður. Hann hringdi ekki í hana þegar hann sagðist ætla það og svona. Lagið er um svik og svona. Gott lag. Einkunn: 8,0
13. Naked
Segir frá því að hún hefur aldrei liðið svona. Að hún sé nakin í kringum hann og hann fékk hana til að treysta sér. Þetta er virkilega djúpur texti og flott lag líka. Svolítið rólegt en gott. Hún gerir þú rólegu lög sem eru á disknum oft rokkaðri í viðlaginu. Einkunn: 8,5
14. Don’t Give A Damn
Þetta er aukalag á disknum. Nokkuð skemmtileg byrjun og hún er svona cool á því og er að segja að henni er drullusama um einhvern strák. Samt er viðlagið ekkert svo sérstakt. Samt ágætt lag bara. Einkunn: 7,0
Já, þetta eru öll lögin og ég verð nú bara að segja, glæsilegur diskur. Hann er virkilega góður en allt og mikið um stráka. Það er svolítið erfitt að hlusta á heilann disk um stráka! Samt er þetta glæstur diskur og hefur ekki marga galla. Rólegu lögin eru ekki mörg og bætur hún þau mikið upp með góðum textumm og góðum viðlögum.
Meðaleinkunn: 8,5 (sem er mjög gott)